mánudagur, október 18, 2004
blogglúkk
ok, nokkrar pælingar í sambandi við lúkkið á blogginu mínu. Ég hef reyndar engann tíma (né kunnáttu) til að standa í svona andlitslyftingu á síðunni minni enda er ég með mann í því djobbi. Sá hefur reyndar í nógu að snúast sjálfur en hann getur kannski lappað örlítið upp á hana þegar honum gefst tóm til þess. Mig langar samt að fá smá álit frá ykkur, til dæmis um litaval og hvort ég eigi að skipta út myndinni (eða hafa mynd yfir höfuð). Ég er meira að segja ekkert mikið fyrir það að troða myndum af sjálfri mér á síðuna mína en kannski allt í lagi að hafa eina mynd. Ég til dæmis skoða oft síður hjá fólki sem ég þekki ekki neitt en myndi kannski átta mig á ef það væri mynd af þeim á forsíðunni, hvað þá nafnið þeirra! jæja, en hvað segja lesendur, ég veit að það kíkja nokkrir á tótlutjattið, látið heyra í ykkur, og skrifið nafnið undir kommentin ef þið eruð ekki sjálf með blogger:)
8 ummæli:
Ég er sammála þér með að hafa allavegana eina mynda á blogginu, svo maður fái nú nasaþef hver manneskjan er... :-) Ég held að lime grænn fari síðunni þinni vel.
Kveðja Tobba
www.gauiogtobba.blogspot.com
Limegrænn segir Tobba.... Tobba þú ert snillingur! ég elska einmitt þannig grænan, mér finnst þetta frábær hugmynd, ég ætla að hafa hana á bakvið eyrað,...
Tótla mín þú ert svo mikil blondína eheh!! Sérðu okkur ekki í anda á veitingastaðnum og borða slöngur og apaheila, thíhí!! ...eða ekki!!
Þetta Skilur engin en Tótla kom með smá fyrirspurn á heimasíðuna mína :)
Kveðja Slumma
já það er alltaf að lýsast á mér hárið, ehehe:) mér fannst þetta með apaheilana pínu spúggí...
Ég segi að þú farir bara alla leið með þennan bleika og hafir þetta alveg lilla bleikt eða skær skær skær bleikt!
Annars er myndin fín, finnst þetta vera mjög þægilegt þegar það er mynd að viðkomandi... spurning um að gera það sjálfur :)
Mér finnst flott að síðan sé bleik en þar sem mér finnst gaman að kommenta hjá öðrum finnst mér þreytandi að standa í því að þurfa alltaf að skrá notandanafn og aðgangsorð til að kommenta hjá þér.
Nú, mér finnst flott hjá þér að hafa mynd en það væri sniðugara að hafa ógeðslega töff mynd af þér með sólgleraugu með svalan svip.
Ég er sammála síðasta ræðumanni, skiptu commentakerfinu út og notaðu Haloscan .. mugget bedre! Mér finnst þú náttúrulega svo rosalega sæt að ég vil endilega sjá mynd af þér á síðunni, spurning samt um að setja upp smá módel-stút á varnirnar og trylla lýðinn! Lime grænt legst vel í mig!
Eitt að lokum, þú mátt svo endilega breyta linknum á mína síðu! Nýja síðan er www.springa.blogspot.com! Danke
Skrifa ummæli