miðvikudagur, júlí 02, 2003

Saumó
Vona að þessir íslensku stafir sem létu sig hverfa upp úr þurru einn daginn séu nú komnir aftur á stjá. Í dag á ég frí og það er rigning! Hversu fúlt getur þetta verið? Ég neyðist til að kúra lengur (fara aftur upp í). Í gær fór ég í saumaklúbb til góðrar konu. Jamm, ótrúlega góðar veitingar, og ég fór ótrúlega margar ferðir með diskinn minn. Ég var sem sagt í saumó með verkfræðiskutlum, bekkjarsystrum Gumma, en ég stóðst víst prófið og þær hafa ákveðið að leyfa mér að vera með. Ég er sátt við þetta allt saman, ég held ég verði bara að fara að skrá mig í kúrsa í verkfæði, kannski burðarþolsfræði, eða umhverfisskipulag (held að hann sé léttur, mér sýndist það). Gummi getur lánað mér Calculus, en ég glugga stundum í hana þegar ég er andvaka. Grínlaust, þá halda margir að ég sé í verkfræði þar sem ég held svo mikið til í höfuðstöðvum þeirra VR2 pero no!!!! Myndi samt ekki heldur segja að spænska væri mín sterkasta hlið þessa dagana. Púff, ég þarfnast Spánar til að æfa mig....
hasta luego

Engin ummæli: