föstudagur, júlí 04, 2003

Hvalir
Í morgun var ég túristi í eigin landi, fór með Juliu (spænsk vinkona) í hvalskoðunarferð. Ég var eini Íslendingurinn um borð fyrir utan starfsfólk! Við fengum frábært veður, "gædinn" var alveg frábær, talaði ótal tungumál en kemur frá Austur-Evrópu. Ég spjallaði mikið við hann og komst að því að hann var agalega skotinn í Juliu, á bakaleiðinni söng hann sjómannalög ásamt skipstjóranum sem spilaði undir ýmist á harmonikku eða gítar (og sá reyndar einnig að mestu um sönginn) en leiðsögumaðurinn bað mig um að segja Juliu á spænsku að þetta væru svona ástarlög, "muy triste" sem hann var að sjálfsögðu að syngja til hennar og svo tók hann um hjartað og sagði "mi corazón!!!" Hehehe. Við vorum mjög óheppin því við sáum aðeins eina hrefnu en það er víst lélegt. Við Julia spjölluðum líka mikið við gaur frá Andorra sem kom meira að segja í Rammagerðina í gærkvöldi og þekkti okkur síðan þaðan (en Julia var í heimsókn í vinnunni mini í 2 klst í gær) Litla Ísland. Jeminn eini ég er að tryllast... er í tölvunni hjá Stebba (máV) og hann er mikill Arsenal fan, en Wenger þjálfari (vona að ég sé ekkert að rugla núna) trítlar hér um skjáinn með einhver skilaboð til mín. Halló Wenger farðu... brrr.

Engin ummæli: