mánudagur, júlí 21, 2003

helgin búin
Ég átti svo gasalega fínt helgarfrí að það er alveg óóótrúlegt! Föstudagurinn fór í slökun á pallinum hjá sis þar sem mágur útbjó samlokur og það erfiðasta sem maður gerði var að teygja sig í símann, samlokuna eða sólaráburðinn. Lekkert! Um kvöldið snæddi ég grillmat og heimsins bestu ostasveppasósu ásamt góðu fólki hjá henni Jarþrúði sem hér er á mynd ásamt BÆS. Sem betur fer býr konan á Háaleitisbraut í þarnæstu blokk fyrir OFAN mig svo ég gat rúllað niður á við heim til mín (en labba svo upp á 4.hæð). Gaman að þessu. Laugardagur: leitin að afmælisgjöf fyrir Arndísi von Vil. jájá, eftir mikla leit fengum við kæró kokteilhristara og svona sniðugt og pabbi skutlaði okkur í sumarbústaðinn hennar. Arndís á afmæli einmitt í dag en hélt upp á það um helgina. Hún hafði undirbúið veisluna vel og byrjuðum við á að fara í ratleik út um allar trissur. Vorum látin drekkar eplasnafs (ojjj) og fleira á stöðvunum. Það var reyndar allt í lagi því Arndís gerði leikinn svo erfiðan fyrir minn hóp að það rann af okkur á milli þess sem við hlupum um allt að leita að umslögum. (ég er enn í fýlu yfir því). Jæja, þetta var ótrúlega gaman, við sátum úti allan tímann og borðuðum og drukkum, og sungum en það var sko gítar og allt! frábært kvöld. Sunnudagur: afslappelsi og bakkelsi með Gumma Hlí. Gerði eiginlega mest lítið, stundum er svo gaman að gera ekkert. Sunnudagrinn leið og við bara vorum þarna einhvers staðar. Á morgun mun svo létt át halda áfram því þá koma stelðurnar úr 5.C seinna 6.A koma til mín. VEI!

Engin ummæli: