Sambandi...ég verð að ná sambandi...
Sælinú. Ég og Anna Björk og Frosti fórum í morgun að láta gelda Frosta en hann vissi það ekki samt. Hann er ekki mjög sáttur við lífið núna, fyrst þurfti hann að fasta frá miðnætti (sem hann skilur náttúrulega ekki) sem er ekki gott mál þar sem hann er mikill matköttur, svo fór hann í bíltúr sem kisum leiðist frekar mikið, svo bara er gatað í honum eyrað (pönkari!) og hann svæfður og tekinn úr sambandi. Úff, þetta lagðist svo illa allt saman í hann að hann hefur víst kastað upp í allan dag litla skinnið. Á leiðinni frá dýralækninum hitti hann stóran hund (eða tvo veit ekki alveg) og bara missti það endanlega. Gríma fékk sama skammt af leiðindum í dag nema að hún hitti ekki hund (enda yrði hún ekki hrædd þar sem hálfsystir hennar er hundur) og hennar aðgerð er mun flóknari. Fyrst var hún kantskorin/rökuð (já hún Gríma mín fylgist með tískustraumunum) og svo vil ég helst ekki rifja afganginn upp, þetta er svo ógeðslegt. Mér finnst nú hálfömurlegt að stjórna svona náttúrunni, bara klippi klipp, en ég varð. Sorry Gríma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli