Pælingar fullorðinsbarnsins
Í dag er laugardagur, sem er mjöööög gott. Ég varði fyrri hluta dagsins með bræðradætrum mínum, Eddu og Þórhildi í alls konar skemmtilegheit, og er nú að passa hinar bræðradætur mínar, Diljá og Össu. Diljá verður 5 ára í sumar og er einmitt á þeim aldri þegar börn hafa svo skemmtilega skoðun á hlutunum og átti ég mjög athyglisvert samtal við hana einmitt nú í kvöld. Hún spurði: "Tótla, þú ert litla systir Óla, þaggi?" (Óli er sem sagt pabbi hennar) Jú jú, ég sagði það það væri rétt, pabbi ætti svona stóra litlu systur en sjálf á hún yngri systur sem er bara 1 árs. Þá bætti Diljá við: "samt ert þú ennþá í skóla"... já ég sagði að það væri af því að ég væri litla(sta) systir pabba og Önnu Bjarkar og Steina, og væri frekar mikið yngri og þess vegna aðeins öðruvísi og ætti ekki börn sjálf og svona. En Diljá reddaði þessu með skýringunni á því... "nú það er af því af þú ert barn sjálf!". Takk fyrir kærlega Diljá mín, þú sérð þetta allt saman í svo skýru samhengi. Ég stóðst ekki mátið og spurði hana hvort henni fyndist ég vera alveg barn. "nei nei, þú ert svona fullorðinsbarn". Mér finnst þetta flott orð, fullorðins barn:)
Brjóst
Diljá hélt áfram með snilldina. Ég var að skipta á ungviðinu (Össu) sem sparkaði laust í brjóstin á mér og ég sagði í svona gríntón "heyrðu kerling ertu að sparka í brjóstin á mér!" Þá glotti Diljá eitthvað og spurði "Tótla ert þú með stór brjóst?" Ég svaraði af "hreinskilni" -"já sérðu það ekki? þau eru alveg svoooona risastór" Diljá sá nú í gegnum þetta og flissaði eitthvað svo ég ákvað að leiðrétta þetta strax og sagði "nei nei, þau eru ekki svona stór". Diljá toppaði þá daginn fyrir mér (ef ekki bara mánuðinn) með: "nei þau eru bara svona eins og mín". úff, ég margspurði hana og gaf henni tækifæri á að leiðrétta þennan misskilning "já, þú meinar það Diljá eru þau alveg eins og þín???" o.s.frv. og hún var bara alveg hörð á því. Ef hún væri ekki bara 4 ára hefði ég sko hefnt mín, geri það kannski þegar hún eldist, huh! Mér líður æðislega:) Flatbrjósta fullorðins barn, er maður kannski bara hræddur við sannleikann? hehehe
Engin ummæli:
Skrifa ummæli