Gleðilegan föstudag
Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði góður dagur í meira lagi. Vaknaði í morgun, viss um að þessi dagur yrði eitthvað sérlega góður dagur, hmmm. Eins og svo margir dagar byrjaði þessi með biomjólk (með perum) og tölvurápi, sem er ekkert nýtt, en svo er ég á leiðinni í stofugang:) Hvað svo? ég er að hugsa um að leita einhverjar vinkonur uppi um miðjan daginn og seinnipartinn kíkir maður svo til múttu og kósar sig smá, kannski ég gerist grúppía í vísindaferð, hvernig ætli vísindaferðir hjá t.d. mannfræðinemum séu? Nei annars, ég hef eiginlega ekki hugmynd hvað ég geri, hver veit nema ég kíki upp í Vökuheimili og fari svo bara heim að leggja mig:) Mig vantar samt tónlist, strax! helst Sting...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli