fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Hassan og fullkomnun
Yfirleitt er ég þeirrar skoðunar að ég komist skuggalega nálægt því að vera fullkomin, en stundum fer ég að efast þó ég jafni mig nokkuð fljótt aftur. T.d. í fyrradag í munnlega frönskuprófinu "pantaði" ég skíðaferð til Ítalíu fyrir mig, foreldra mína og kærustuna mína, hann Gumma (!!!) Já já, svo bara fattaði ég þetta í gær, þessi mistök mín og varð alveg steinhissa á sjálfri mér, því ég kann alveg að segja "kærasti" á frönsku. Fyrir ykkur sem skiljið þá sem sagt sagði ég ma petit-ami (í stað mon). ok ekkert merkilegt en sjálfsagt skondið fyrir frönskukennarann og monsieur Þór Stefánsson. Það er ágætt að ég geri fyndin mistök í þau fáu skipti sem mér verður á:)
Ég var eitthvað gramsa í skúffum áðan og fann þá eitthvað nafnspjald síðan ég var í Marokkó fyrir tveimur árum. Ef einhver er á leiðinni til Fés í Marokkó þá getiði haft samband við hann Hassan í síma 068102611 (innanlands) Hann getur skutlað ykkur og "gædað" og allt, talar frönsku, spænsku, þýsku, ensku og hefur komið til Íslands. Hann er einnig að finna í Derb Sidi Bennani-götu númer 18. Shalom.

þriðjudagur, nóvember 26, 2002

La lengua de las mariposas
Þessi ungi maður heitir Guðjón og hann sagði mér í dag að ég ætti að "öppdeita" síðuna mína oftar. Rétt er það Guðjón, rétt er það.Gaman að heyra að manns er bara saknað:) Þið sem voruð orðin viðþolslaus (væntanlega mjög mörg) getið því þakkað honum fyrir með því t.d. að senda honum póst á gudjonar@hi.is og ég læt mynd af honum fylgja með. Þess má geta að hann er Vökusnúður:)

En annars er bara heilmargt að frétta. Þessa dagana held ég til í VRII og þar les ég spænsku og frönsku og latínu milli þess sem ég slæpist. Í morgun fór ég í munnlegt frönskupróf... Mér leið ekki vel fyrir það, skulum bara segja að mér hafi verið orðið illt í mallanum. Prófdómari var monsieur Þór Stefánsson, frönskukennari úr Gamla Skóla. Ég held ég hafi plummað mig ágætlega, ruglaði spænskunni bara einu sinni við en gleymdi hins vegar að taka svona kúl hikorð þegar ég var að hugsa. Vissi að það myndi hljóma frekar "pro" ef ég myndi strjúka ímyndaðan hökutopp og mumla "d'accord" annað slagið, en ég gleymdi því víst. Hef örugglega sagt "ha?" og "óóó..." En þegar mademoiselle var búin í munnlegu prófi og fara á einn fund og snattast smávegis fannst henni hún eiga videospólu skilið. Til að friða samviskuna leigði ég "La lengua de las mariposas" eða "Tunga fiðrildanna" í Ríkinu á Snorrabraut, en sú mynd er einmitt í námsefninu hjá mér í haust svo í rauninni var ég bara dugleg að læra. Í haust las ég smásögu eftir Manuel Rivas en hann kom einmitt hingað í haust þegar spænska kvikmyndahátíðin var og heimsótti bekkinn minn í tíma. Merkilegur maður get ég sagt ykkur, og þessi bíómynd er sem sagt byggð á einni af smásögunum hans. Ég mæli með myndinni, hún er eins og vindurinn. Ég ætla ekki að segja of mikið en þessi mynd er svo yndisleg og ég vona að þið horfið sem flest á hana, ég grét reyndar eins og barn (og ég ætla ekki að segja of mikið). Hló líka mikið, en tárin runnu samt í lítratali, skil ekki hvaðan þau koma. Ekki láta það samt stöðva ykkur, þó ég gráti þá þýðir það ekki endilega að þið gerið það líka... sei sei, gott að gráta. Svo var mamma að eignast draumahrærivélina, Kitchen-Aid:) Ég hef dáðst að þeim lengi, æ maður á ekki að segja frá svona löguðu á netinu. Ætla að hætta áður en ég fer að segja ykkur frá draumastellinu. Það er samt rosa flott..... nei ok grín:)

föstudagur, nóvember 22, 2002

HRÆÐILEGT HRÆÐILEGT
Augu mín þjást yfir hræðilegu útliti tótlutjattsins, og það sem verra er ég hef engann tíma til að laga þetta akkúrat núna, en ég lofa að þetta verður ekki alltaf svona. ÉG LOFA

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

ok skipti bara aftur í feitu kisurnar, held að þær séu happa:)
arggggg....... ætlaði að breyta til, allt datt út, huhuhuhu, ekki orð um það meir.
Þið sem mættuð ekki á Stúdentakjallarann í gær misstuð af skemmtilegu kvöldi. Heppnaðist mjög vel, en í kvöld heldur stuðið áfram því þá ætla ég á tónleika Sinfóníunnar og Sálarinnar:) Ætla að læra latínu núna en á morgun er föstudagur, hver veit nema ég plati einhverjar hressar klessur í ísbíltúr... hver er geim?

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Stúdentakjallarinn
...miðvikudagskvöld, klukkan 21 (eða rétt rúmlega). Hrönn Sveinsdóttir (Í skóm drekans), Hálfdán (Djúpa laugin), Bríeturnar, Haukur (í horni), þið og ég!

mánudagur, nóvember 18, 2002

híhíhíhí
Jemin eini, gaman að sjá svona hverjir eru að lesa bloggið manns, því ég held alltaf að aðeins nánustu vinkonur mínar lesi það, var að velta því fyrir mér hvort mér væri óhætt að segja "prump" og slík orð hérna, því ólíkt sumum bloggurum (nefnum engin nöfn) þá vil ég ekki vera litla ljúfa Tótla dags daglega en fokkin' sjitt kúl Tótla töffína (sem köttar krappið...eða hvað það heitir annars) þegar ég blogga. Hmmm, nei ég kýs að vera einlæg. En fyrst ég er byrjuð að röfla þá vil ég segja frá því að næst komandi miðvikudagskvöld, ekki á morgun heldur hinn, þá ætlum við öll í Stúdentakjallarann að drekka kaffi, eða bjór og kósa okkur. Og það sem meira er, við ætlum að ræða dálítið sem ég hef áður rætt hér á röflsíðunni minni...raunveruleikasjónvarp!!!. jibbí jibbí. Ég og hún Soffía Vökustalla mín stöndum fyrir málstofu um þetta sívinsæla efni, og verður þetta svona á léttu nótunum, tökum bara kaffihúsastemninguna á þetta. Ég er næstum því viss um að Hálfdan úr "Djúpu lauginni" á Skjá einum ætli að koma og svo koma hressar stelpur úr Bríeti, og fleiri...þetta er allt saman að skýrast. Svo endilega mætið upp úr 21 á miðvikudagskvöldið á Stúdentakjallarann og látið skoðanir ykkar á Survivor, Temptation Island og hinum þáttunum í ljós, eða bara til að hlusta á skemmtilegar pælingar annarra um siðferði og skemmtanaiðnaðinn. Elsa súpergella var að benda mér á að íslensku minni fer hrakandi (er rétt að segja það?) og stafsetningu líka. Elsa hefur rétt fyrir sér og mér þykir þetta leiðinlegt. Ég bið ykkur því að líta framhjá því (ekki yppsilon þar!) og hafa í huga að ég er að læra þrjú erlend tungumál. Ég reyni að vanda mig, en hef samt ekkert svo miklar áhyggjur því þó stafsetninginn sé ekki sú besta þá kann ég ýmislegt annað. Mér settur ekkert sniðugt í hug akkúrat núna, en ég læt ykkur samt vita. Inga Steinunn spurði hvort hún fengi verðlaun fyrir að vera gestur númer 2010... tja... ég veit ekki hver þau ættu að vera, Inga ertu með eitthvað sérstakt í huga eða??? ég skal syngja fyrir þig næst þegar ég hitti þig. Og hvernig væri að fara að rífa heimasíðuna upp úr þessu skammdegisþunglyndi Inga Steinunn! sussu svei. Takk í dag.
ÚBBS
Ef þið lesið bloggið hér fyrir neðan getið þið séð að ég bað þann sem yrði gestur númer 2000 á tjattið mitt að láta mig vita...svona í gamni, og hver varð gestur númer 2000??? Ég sjálf!!!! þetta er svo glatað að ég er næstum því pirruð yfir þessu. Nú ætla ég að gera aðra tilraun, varla þó með gest númer 2000 því það er víst búið:( en í staðinn bið ég þá sem verða númer, 2005, 2008, 2010 og 2013 að láta mig vita, vel þessar þrjár tölur af handahófi því ég get varla gert sömu "mistökin" fimm sinnum. Langar bara að fá smá hugmynd líka hverjir eru að sniglast hingað:) vá hvað þetta er óspennandi hjá mér...blaaaaa

sunnudagur, nóvember 17, 2002

bloggstíflan losnar
Lítið hef ég bloggað undanfarið sökum anna, hugmyndaleysis og almennrar leti. Nú vil ég hins vegar nota tækifærið og benda á að vinkona mín hún (Arna) Vala hefur bæst í bloggarahópinn. Velkomin til Bloggheima Vala mín. Eins og þið sjáið ef þið kíkið á þessa síðu hugsar hnátan mikið um form og lögun og svoleiðis dót, enda stefnir hún á arkitektúrinn. Vala á heima í Eskihlíð með Dögg. Annars hefur helgin bara verið bærileg, fór í heimsókn í gær með mömmu og var bara svona að slæpast allan daginn. Fór með Stebba máF á kosningarskrifstofuna hans Sigga Kára og hef þar með farið á tvær slíkar samkomur því ég leit um daginn til Soffíu. Ungt og efnilegt fólk í Sjálfstæðisflokknum þar á ferð. Þegar ég var svo á leiðinni í háttinn ákvað ég að kíkja í haustfagnað Svavars og Simba á Astró. Við Gummi Hlír bara rétt litum inn í klukkutíma, hitti þar hana Bryndísi sem er ávalt í stuði. ok búin í dag. Ég skora á þann sem verður gestur númer 2000 á tótlutjattið að láta mig vita via shout-out. bara gaman að vita svoleiðis:)

mánudagur, nóvember 11, 2002

Hverjir horfðu á Edduna í gær? Segiði mér nú...flottasta múnderingin? flottasti kjóllinn?? mest blásna hárið?? æ já, Dorrit. Ég sá bara fyrri hlutann á þessu, svo ég veit fátt. Datt enginn á sviðinu, missti eitthvað út úr sér? skandalar? jæja, er að fara í frönsku, þið sjáið um að informera mig.

föstudagur, nóvember 08, 2002

Hey frábært bara allir að strumpa á síðununum sínum, ég virðist þó vera sú eina sem er "Smurfette":) Strympa er óneitanlega kvenlegust af strumpunum svo ég er mjög ánægð með að vera hún. Annars var ég bara að koma af hádegisfundi sem bar yfirskriftina "Eru konur hræddar við stærðfræði?" þar sem Rósa Erlendsdóttir jafnréttisfulltrúi vart að svara fyrir sig en auk hennar voru þarna Sigurður Brynjólfsson forseti Verkfræðideildar og Guðrún Sævarsdóttir sem er einhver eðlisfræðigella. Ég er eiginlega að ná mér niður ennþá svo ég vil helst ekki segja of mikið. Mér finnst reyndar mjög líklegt að félagi minn, hann Mundi hafi eitthvað um málið að segja enda er hann afar öflugur að blogga um málefni líðandi stundar. Ef þið eruð forvitin að vita meira um þennan fund þá er ágætt að lesa hans frásögn en ef ég verð svo eitthvað svakalega ósammála því þá bara tek ég þennan link út aftur:) hehehe. ok...annars er bara helgin framundan, gott mál. Ég var reyndar í endajaxlatöku í gær og er orðin MJÖG svöng.... en á morgun fer ég í átveislu til Herdísar ásamt hinum klessunum og ég á meira að segja að koma með eftirrétt:) ég er hætt að tala um mat....farin í 10-11 NÚNA að kaupa mér eitthvað gott í gogginn. Góða helgi börnin góð.

miðvikudagur, nóvember 06, 2002

frönskupróf á morgun! ekki sniðugt. Byrjaði að læra í gær og ætla að læra MIKIÐ í dag. Allt annað fær bara að bíða. Líka bloggið:)

sunnudagur, nóvember 03, 2002

Find your inner Smurf!

ég er sátt við þetta, hefði orðið svekkt ef minn innri strumpur væri fýlustrumpur eða jafnvel að ég væri Kjartan, en hann er náttúrulega ekki strumpur. En vissuð þið að kærastinn minn getur talað alveg eins og Strympa??? nú verður hann brjálaður, mér finnst það bara svo sniðugt. Hann getur alltaf komið mér í gott skap þannig. Þá vitið þið það!

föstudagur, nóvember 01, 2002

Góðan dag kæra veröld. Runninn er upp fagur dagur, þó er á honum einn galli, snjórinn er að fara sökum rigningar. Spurt er; fyrst Þórhildur er svo hrifin af snjó, hví finnst henni þessi rigingardagur þá svo fagur (RÍM)??? nú, einfaldlega af því að í dag er vísindaferð KÓLUMBUSAR HEPPNA ...skemmtilegasta nemendafélags í HÍ. Jamm,, við erum að fara í vísindaferð í SÍF og þið sem lesið þetta og megið ekki koma með getið komið í Odda klukkan 16:30 og séð stolta og glaða Tótlu trítla upp í strætó. Ég hlakka mikið til, er með smá hnút í maganum en við eigum eftir að læra svo margt vona ég í þessari ferð. Ýmislegt um fiskinn sem fer til Spánar, eða var það öfugt??? nei grín. Ég ætla ekki að skrifa hér meira í dag en hins vegar vil ég að þið athugið linkana hér til vinstri, hún Dögg er amatör í Bloggheimum, var að byrja bara í gær svo það er smá byrjendabragur yfir þessu hjá henni, ég vona að hún skrifi meira fljótlega. Einu sinni hét Dögg einnig Heiða í 13 ár og þá kallaði ég hana stundum Heidi Klum (eins og fyrirsætan því þær eru báðar svo sætar þó Dögg eigi vinninginn að sjálfsögðu hjá mér)..fyrst ruglaðist ég samt og kallaði hana Heidi Klein, en me´r finnst hún ekkert lík Calvin Klein...bara ekki baun. En ég leyfi henni að halda Klum nafninu þó Heidi fái að fjúka. Voilá Dögg! Óvenjulegt blogg hjá Dodda í dag þar sem hann lýsir hægðum sínum í smáatriðum en hann fékk í magann, meira að segja matareitrun á þriðjudagskvöld og hefur haft smá óþægindi í mallanum síðan þá. Ég vona að þér líði betur Doddi! Bryndís er að borða vatn og kálblað, athugið það (og segir okkur hinum að troða okkur út af nammi?!?!) Ásdís skoðar brúðarkjóla á netinu en tekst svo aldrei að setja myndirnar á netið...hahahaha...auli:) Þórey er vitlaus og henni er kalt...en á morgun syngur hún á tónleikum og ég hlakka svo til að fara, en ég er með smá sviðsskrekk fyrir hennar hönd. Hún er svo þaulvön að sennilega líður henni bara þrælvel. Og Elsa á góða færslu um temptation island...hehehe, góð komment þar, þetta með að manni líði bara betur við að sjá þessa kjána...hehehe. Alligevel, nenni ekki að linka á þetta fólk því linkarnir eru bara hér á bleiku ræmunni. Góða helgi.