

Hann fær smá graut tvisvar á dag og finnst það ágætt. Hann fær hins vegar ekki lengur AD dropa því fólkið í Apótekinu segir að þeir séu uppseldir á landinu!!! Ótrúlegt... ég hélt að svona gerðist ekki. Þannig að ef litli Sveinninn minn fer að sjá úr fókus þá er það af því að sá sem græjar AD dropa ofan í íslensk ungbörn misreiknaði sig í innkaupunum. Á skírdag fékk snáðinn að smakka örlítið af grænmetismauki og fannst það greinilega svakalega sniðugt. Það er reyndar eiginlega alltaf svona gaman hjá okkur:) víííí.


Engin ummæli:
Skrifa ummæli