fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Er ykkur alveg sama um mig?

Í síðustu færslu Tótlutjattsins kunngjörði ég þær fréttir að við Gvendur minn höfum ákveðið að koma heim um jólin. Ég átti von á miklum fagnaðarlátum í kommentakerfinu (þó ég segi sjálf frá) en eitthvað stendur fögnuðurinn á sér. Því spyr ég nú, er ykkur alveg sama eða er enginn að lesa Tótlutjattið lengur? Er eitthvað farið að slá í Tótlutjattið? Til þess að fegra þessa færslu ákvað ég að birta mynd af hluta Clueless gengisins. Myndin er tekin í sumarbústaðferð fyrir rúmum tveimur árum og við höldum á þessum líka fínu persónudagatölum sem Þórey og Elsa vörðu jólunum við að föndra ef ég man rétt. Frá vinstri: Erla, Dögg, Vala, Herdís, Sigga og ég.

3 ummæli:

Hulda Björg sagði...

Hipp hipp húrra yfir heimkomu..

..en ég sé ekki þessa mynd :S

Herdis sagði...

Hlakka ógó mikið til að sjá þig um næstu jól-en þetta kommentakerfi er bara frekar leiðinlegt sko....;) eruð þið búin að ákveða hvað þið verðið lengi á fróni?

Hildur sagði...

já en ég fattaði það ekki, það var of gott til að vera satt!