sunnudagur, apríl 24, 2005

Útlönd

Ég er að fara til útlanda, nanínanínaní:) Túristavisað mitt er að renna út og ég þarf að fara úr landi og koma aftur til að fá að vera í 3 mánuði í viðbót. Reyndar fæ ég væntanlega stúdentavisa í sumar þannig að þá reddast þetta. Mig langaði mikið að koma til Íslands (hehe) en ákvað að frekar að fara til Auckland á Nýja Sjálandi, enda muuuuun ódýrara. Draumurinn er nú frekar að ferðast um Suðureyjuna (Auckland er á Norðureyju) en við höfum svo lítinn tíma að þetta verður bara að vera svona helgarferð til Auckland. Jamms, vildi bara láta vita. Hef varla farið út fyrir Redfern undanfarið en það er hverfið mitt þannig að þetta verður bjútífúl að sjá eitthvað fleira.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh mig langar svoooo til Nýja Sjálands! Hefur verið draumastaðurinn í fleiri fleiri ár! Þú verður að taka fullt fullt af myndum fyrir mig (og þig) :D
Knús frá Skövde!