laugardagur, janúar 22, 2005

Vaka

Gærkvöldið var með eindæmum skemmtilegt, var rétt að skríða fram úr bælinu núna á hádegi:) Ég byrjaði á að vera barþjónn í smástund í boði sem systir mín var í. Þið vitið hvað barþjónar gera... "einn fyrir gestinn...einn fyrir mig". Þannig á meðan ég hristi saman kokteil fyrir dömurnar hellti ég reglulega smá slurk í mitt glas og smakkaði þetta til. Reyndar var þetta alltaf sami kokteillinn en það er betra að vera viss. Mér fannst öll glösin jafngóð. Að barþjónastarfinu loknu hélt ég á listakynningu Vöku á Hressó, sem var hressandi. Mér leist vel á krakkana (við erum meira að segja með eina idol stjörnu!) þó ég eigi eftir að taka þau í persónulegt viðtal. Já, það er erfitt að vera að sleppa svona takinu á Vöku sinni þannig að það er eins gott að þessir nýju standi sig. Listakynningin var svo óhemjuskemmtileg og fjölmenn að ég held ég hafi verið til hálfþrjú á Hressó (mér finnst það mikið í ljósi þess að ég mætti þangað um 10). Svo fórum við á Vegas og Óðal en það var ekkert stuð. Nei djók, fljótlega eftir þetta fór ég sem sagt heim. Jamm. Fúlt annars að MR sé dottinn út í Gettu betur. Nenni ekki að tala meira um það.

4 ummæli:

Inga sagði...

VIVA VERZLO .. VIVA VERZLO!!

arndis sagði...

HÆHÆ
vínkona mín er einmitt að flúga frá London til Sydney 9.feb... spurning hvort þið verðið í sömu vél ;)

tótla sagði...

hehe, sniðugt, við skoðuðum þessi flug nokkuð oft og enduðum með Singapore airlines, millilendum í Singapore. Þú getur sagt vinkonu þinni það:) þannig að ef hún vill félagsskap á flugvellinum í Singapore þá verðum við þar í stuði.

arndis sagði...

DJö vínkona mín fer með Quntas :(