mánudagur, ágúst 02, 2004

Mamma og pabbi...

...áttu 40 ára brúðkaupsafmæli í gær, 1.ágúst.

Mamma og pabbi – 1. ágúst 2004
Þau verða krúttlegra par með hverju árinu og í gær komum við systkinin, makar og barnabörnin "gömlu" hjónunum á óvart þegar við héldum veislu þeim til heiðurs heima hjá Steina bróður. Við vorum að sjálfsögðu öll stödd á Akureyri yfir versló og var bara alveg svakalega gaman. Hápunktur helgarinnar var þó áðurnefnt grillteiti en gaman er að geta þess að þar borðaði ég besta lambakjöt sem ég hef smakkað og drekkti mér loks (tvisvar) í besta desert ever a lá Stebbi mágur og co. Einhvern tíma þegar ég verð rík ætla ég að fylla sundlaug af volgri marssúkkulaðisósu (jafnvel smá appelsínusúkkulaði með) og stökkva nakin út í hana. Á bakkanum verða ótal ístegundir sem ég get svo borðað með sósunni. Grrrrr.....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með ma og pa sæta min og tak for sidst!
bryndamos

Inga sagði...

Þú tókst þig vel út í Staðarskála! Kveðja, Inga

Hildur sagði...

Vá 40 ára brúðkaupsafmæli, það er ekkert smá! Ma og pa hérna megin áttu einmitt 25 ára brúðkaupsammó um daginn og var það vel.

En ég er sammála með marssósuna og ísinn. Reyndar mæli ég líka með grilluðum bönunum með marsbitum inni í. Fékk svoleiðis í grillveislu um daginn og það var himneskt!