þriðjudagur, september 23, 2003

IDOL
Síðasta föstudag kom ég mér óvenjuvel fyrir í sófanum fyrir framan imbann til að horfa á idol á Stöð 2. Ég veit ekki alveg hvað mér fannst. Bara nokkuð skemmtilegt þó stjórnendurnir mættu vera örlítið liprari og eðlilegri, en burtséð frá því hvað manni finnst um þáttinn, þá held ég barasta að maður VERÐI að horfa á þetta. Ég hef tryggt að annað hvort passa á föstudögum (því stóra systir er með Stöð 2) eða að þetta sé tekið upp til þess að vera ekki alvitlaus í komandi saumaklúbbum, matarboðum, frímínútum, bröndurum etc. Fyrsti þátturinn var að sjálfsögðu bara kynning á því sem er svo framundan. Varð samt frekar reið þegar sætu rauðhærðu stelpunni var ekki hleypt áfram. Mér fannst rökin ófagmannleg og órökrétt. Þ.e. að hestastelpunni sem var alveg fín var hleypt áfram svona "jájá, við gefum þér sjéns því við höldum að þú getir enn betur" en ekki rauðhærðu stelpunni því að "þetta var rosaflott og þú ert góð en þú ert bara 16 og við gefum þér ekki sjéns, reyndu samt endilega aftur". Úff, jú 16 er náttúrulega enginn aldur, en af hverju er keppnin þá ekki bönnuð innan 18 í stað þess að láta 16 ára hæfileikaríkt fólk verja helginni stressuð í röð til að fá að vita að þau séu of ung? Jahérnahér!

Kossinn
...enginn virðist ætla að verða leiður á að tala um koss Britney og Madonnu, sérstaklega ekki poppprinsessan sjálf sem er full eftirsjár þar sem hana grunaði ekki að kossinn yrði svona LANGUR! ??? !!! halló??? langur? jeminn, hvernig ætli stuttur koss með Britney sé? mín kenning (og sennilega allra) er sú að þetta sé enn eitt lélega trixið til að bjarga ferlinum. Litlu stelpurnar eru orðnar leiðar á Britney því hún er orðin "of sexy" og aðrir eru bara orðnir frekar leiðir á henni svona afþvíbara. Þetta var það besta sem hún gat gert í stöðunni, kysst Madonnu á MTV hátíðinni í fjórðung af sekúndubroti og talað svo um það svo enginn myndi gleyma því. Ég vorkenni henni pínu, þetta er harður bransi og ég er viss um að hún sé fín stelpa.

Engin ummæli: