þriðjudagur, maí 13, 2003

örfáir dagar í útlönd....
jebbsi pepsí, mín er bara alveg að fara til útlandsins:) tralalalala. Það skemmtilegasta við gærdaginn var að þá fékk ég boðskort í brúðkaup til elsku bestu Áslaugar og Óskars!!! thíhíhí, ég hlakka ekkert smá til. Konan er að tapa sér í gleðinni og undirbúningnum, og í gegnum síðuna hennar fáum við öll að ganga í gegnum boðskortadúlleríið (sem nú er yfirstaðið og komið á sinn stað), kjóladramað og þar fram eftir götunum. Merkilegur dagur og því eins gott að undirbúa allt saman vel. Hvað gerði ég fleira gaman??? jú ég svaf út, lærði latínu, vann og borðaði ís sem mér finnst nú alltaf frekar skemmtilegt:) Í kvöld ætla ég að hitta góðar stúlkur á Vegamótum:)

Engin ummæli: