mánudagur, mars 24, 2008

Greiðslan og grænmetið.

Sveinn Gauti er að fara úr hárum en það er samt ótrúlega sítt svo hann getur bara greitt yfir skallann. Yfirleitt stendur hárið út í allar áttir eins og sjá má á þessum myndum. Okkur fannst hann bara eins og brjálaður lítill Einstein um daginn þegar hann var alveg óhuggandi (of þreyttur) og hárgreiðslan magnaðist við uppnámið sem hann kom sjálfum sér í.



Hann fær smá graut tvisvar á dag og finnst það ágætt. Hann fær hins vegar ekki lengur AD dropa því fólkið í Apótekinu segir að þeir séu uppseldir á landinu!!! Ótrúlegt... ég hélt að svona gerðist ekki. Þannig að ef litli Sveinninn minn fer að sjá úr fókus þá er það af því að sá sem græjar AD dropa ofan í íslensk ungbörn misreiknaði sig í innkaupunum. Á skírdag fékk snáðinn að smakka örlítið af grænmetismauki og fannst það greinilega svakalega sniðugt. Það er reyndar eiginlega alltaf svona gaman hjá okkur:) víííí.


þriðjudagur, mars 18, 2008

Hitt og þetta



Sveinn Gauti hlær að skrýtlu sem Kristín Sædís sagði honum.



Kristín Sædís, Sveinn Gauti og Emilía Helga að leika.



Við Sandra skelltum okkur á gönguskíði um helgina. Það var frekar skrautlegt og duttum við báðar á bossann. Gummi hélt sig við slalomið og Sveinn Gauti lét vagninn duga. Honum fannst notalegt að kúra þar og kann vel við fjallaloftið.



Eftir 8 mánuði verður Sveinn Gauti 1 árs svo ég er byrjuð að æfa mig í bakstrinum. Keypti bók á Amazon með uppskriftum úr hinu heimsfræga Magnolia bakaríi í NYC (ekkert slor fyrir afmælið hans Svenna míns) og svo stóð ég sveitt í gær og í morgun að baka og baka cupcakes alveg á fullu. Litríkar eru þær og myndu sóma sér vel í barnaafmæli, en OJJJJ hvað þær voru vondar!!! Magnolia er frægt fyrir cupcakes eins og sannir Sex and the City aðdáendur vita en ég þarf eitthvað að prófa mig áfram og gá hvort ég hafi lesið uppskriftina vitlaust. Mér fannst þetta bara vera dísæt smjörklessa. Kannski eg fái fleiri til að dæma:)

Þegar Sveinn Gauti er ekki að leika við vini sína eða í Bláfjöllum fer hann til dæmis á Sólon með ömmu og mömmu (eða það gerði hann í dag), kaffi Gló í Laugardalnum (fór þangað á föstudag) eða hefur það notalegt heima hjá sér.

sunnudagur, mars 02, 2008

myndir

Herra Ísland var skírður fyrir hálfum mánuði. Áttum yndislegan dag hérna með fjölskyldunni heima í Fífuhvammi.