mánudagur, febrúar 26, 2007
Slúðurþorsti
Hvað er fréttnæmast á Íslandi í dag? Um hvað er rætt á kaffistofum landsmanna? Er það "vonandi" lækkandi matvöruverð? Eða komandi kosningar? Tilraunir Írana með auðgun úrans? Neibb! Heitustu málin, alla vega í síðustu viku voru túristar sem okkur á svo skammarlegan hátt tókst að fæla frá landinu með afskiptasemi okkar af umræðuefninu á ráðstefnunni þeirra. Nei, bíddu við... við gerðum enn betur og beinlínis bönnuðum þeim að koma! Í þessu landi búa teprur sem halda að þær búi við málfrelsi. Annað funheitt mál var Halla síhressa og Jude sísæti. Mér finnst hann sætur, en ekki jafnsjarmerandi og hér áður fyrr þegar ég átti það til að pósta inn myndum af honum þegar ég hafði ekkert að blogga um. Barnapían var með í för á Fróni en í þetta sinn þurfti hún víst að passa börnin og mátti því ekki vera að því að skemmta Jude. Sennilega nýbarnapía líka. Sienna hefur sennilega ráðið hana þegar hún var enn með Jude. Barnapían hlýtur því að vera a)foxljót b)nunna c)klæðskiptingur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli