sunnudagur, janúar 21, 2007

klúðursbloggari

Ég er alltaf að lenda í því að bloggin mín hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ætla samt að prófa enn einu sinni. Jæja, hvar á ég að byrja?

a)Íbúðin: ég hef stritað dag og nótt við að koma íbúðinni okkar í stand. Búin að brjóta niður, hlaða og múra veggi, spartla, rífa gólfdúk og veggfóður, flota gólfin, tengja ofna, draga í rafmagnið og svona mætti lengi telja. Gummi kemur annað slagið þegar hann nennir og færrir mér kleinu og trópí, hvetur mig til dáða, fer útmeð ruslið og jafnvel sópar yfir gólfið þegar vel liggur á honum.

Fjölskyldan: allt gott að frétta af henni, búin að segja hvað Gummi er að gera (sópa gólf og kaupa trópí), mamma og pabbi eru jafnhress og alltaf en helst er það að frétta að fjölskyldan stækkaði nýlega þar sem Don Ólafur bróðir minn eignaðist son í lok nóvember. Don Junior verður skírður næstu helgi og fer athöfnin fram í Corleone.

Félagslífið: hef verið nokkuð dugleg að hitta vini mína undanfarið og er það vel. Hef líka verið dugleg að stunda kvikmyndahúsin og sá síðast "Little miss Sunshine" sem fær hjá mér 6 stjörnur af 5 mögulegum. Mér varð flökurt og fékk brjóstsviða af hlátri!!! Vissi ekki að það væri hægt. Um daginn leigði ég líka spólu. The Lakehouse. Ekki orð um það meir, laaaaaangdreeeegnaaaastaaaa mynd sem ég hef séð leeeeengi.

Engin ummæli: