Hafið þið lent í því að einhver býður ykkur eitthvað matarkyns og aðstæður leyfa ykkur ekki að afþakka boðið? ...og svo er þetta tiltekna matarkyn óóótrúlega vont á bragðið en af kurteisi þorið þið ekki annað en að klára það?
Í gær sat ég í lestinni ásamt ástralskri bekkjarsystur og við vorum að ræða daginn og veginn en þó aðallega daginn. Þá þurfti ég endilega að missa það út úr mér að ég væri svo svöng sem telst þó ekki til frétta þar sem ég er oftast svöng. Hún var þá svo elskuleg að bjóða mér upp á kexköku sem hún hafði keypt í bakaríi fyrr um daginn. Áður en ég vissi af var hún búin að rétta mér kexið og ég kann svo ótrúlega vel við þessa stelpu að ég þorði ekki annað en að gæða mér kökunni. Þetta hljómar kannski ekki svo hræðilegt "ég var svöng og vinkona mín gaf mér kex" en bíðið bara. Kexið var grænt!!! það finnst mér ekki lekkert. Ekki út af myglu heldur var það með pistasíubragði. Reyndar var bragðið frekar órætt, en við hlógum báðar að litnum og giskuðum á að þetta stafaði af pistasíuhnetum. Ég myndi aldrei velja mér grænt bakarísfóður og kexið var kannski ekki óætt en það var heldur ekki gott. Mér tókst þó með naumindum að klára það.
fimmtudagur, mars 30, 2006
sunnudagur, mars 26, 2006
Allt og ekkert en þo aðallega ekkert...
Hejsan hojsan. Við Gummi lifum of ljúfu lífi í Sydney, jöminn. Vorum úti að borða pizzu og borða ís með sænsku hjúkkunni og gærdagurinn fór líka í vitleysu. Ég fór með Ernu og vinkonum hennar úr viðskiptafræðinni til Manly (þar sem the Block var tekin upp) en þar sleiktum við sólina. Önnur vinkonan er frá Hong Kong en hin frá Singapore. Sú síðarnefnda er örugglega minni en Diljá frænka sem verður 8 ára í ágúst. Ég var eins og Gúllíver í Putalandi við hliðiná þeim. Ég hef sjaldan verið svona lengi á ströndinni (3 klst) því yfirleitt gefumst við upp eftir eina klst. Við Erna fengum okkur rómantíska göngu í flæðarmálinu og uppskárum öööörlítinn sólbruna. Í gærkvöldi fórum við Gummi á Thai veitingastað og í bíó en Erna félagsskítur var heima að læra. Dugleg stelpa. Ég er að vinna í ritgerð um Sameinuðu Þjóðirnar og mannréttindi og er mikið að pæla hvort ég eigi að taka Súdan eða "child abuse" sem case study. Hefur einhver skoðun á því? það væri vel þegið, por favor. OK, þotin í lærdóminn....
mánudagur, mars 13, 2006
Tanið...
Hér hefur hitinn verið yfir 30 gráðum og rakt sem er svo sem í lagi nema þegar maður á að hanga inni að læra og vera í skólanum. Það stríðir gegn minni betri vitund að vera inni að læra í góðu veðri. Það er bara eitthvað rangt við það. Mér finnst heimalærdómi fylgja vont veður og vondu veðri fylgja heimalærdómur. Þessi tvö atriði geta ekki án hins verið. Alla vega finnst mér erfitt að venjast því að sitja sveitt á Bridgetbrókinni (djók) að læra með sólina skínandi inn um gluggann. Maður á að vera við kertaljós í lopaleistum og flíspeysu þegar maður lærir, og veðrið á að vera frekar boring.
Ég er fyrir löngu búin að gefast upp á taninu hérna í Sydney þar sem húðin mín virðist taka illa í ástralska sól. Það bara gerist ekkert, og svona tanoholics eins og ég vita að maður á að setja á sig sólarvörn (sérstaklega hér í Sydney) líka þegar maður er að vinna í brúnkunni, svo ég geri það samviskusamlega enda lærði ég það í tanology 101 að maður verður líka brúnn með sólarvörn en sleppur við hrukkur síðar meir á ævinni. Eða þær verða minni. Jamm. Jæja, ég verð bara að bæta mér upp brúnkuleysið (sem er svo sem ekki að hrjá mig alvarlega) síðar, get sólað mig á Costa del Sol og orðið svona eins og þessi senjora (sjá mynd); brún og fín. Hún kann sko að sóla sig þessi! ...assgoti seig bara, og kann örugglega öll trixin; spreyja kóki á sig, liggja á álpappír, bómull á milli tánna til að verða brún þar, snúa sér á kortersfresti, ofan í sjó á hálftímafresti (seltan í sjónum og endurspeglunin flýtir brúnkunni), kreista sítrónu yfir sig, hárband til að halda hárinu frá andliti/hálsi, gufubað í byrjun dags til að opna húðina og gera hana móttækilegri fyrir sólinni, loka húðinni í lok dags með kaldri vatnsgusu, bera á sig olíur á milli sólbaða til að viðhalda rakastigi húðarinnar, o.s.frv. Æi, þið þekkið þetta:)
mánudagur, mars 06, 2006
Rauði dregillinn, frh.
Dolly Parton hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér enda er hún algjör dúlla. Ætli hún geti sofið á maganum? Mér sýnist Dolly hafa puntað sig vel eins og fyrri daginn og er í fölbleikum kjól sem er kannski fullnáttkjólalegur og hárið er óvenjutætt. Glöggir taka eftir því að Dolly hefur valið kjól, veski og skó í sama lit og að hárið er reyndar óvenjugult. Kannski er það bara þessi mynd. Ég man ekki hvað hún er eldgömul en hún heldur sér alla vega svakalega vel! Sjáiði hvað hún er með flotta leggi?
Mér finnst Charlize Theron alltaf flott og hún eiginlega ein af þessum sem komast upp með hvað sem er, en sam ekki alveg hvað sem er. Ég segi eins og þið sem kommentuðu; Hvað er málið með slaufuna? Ég held að það hefði komið betur út að líma páfagauk eða jafnvel lunda á öxlina á henni. Liturinn er góður og í rauninni er kjólinn það líka ef þessi slaufa hefðí ekki lent á öxlinni hennar. Jumin eini, í alvöru talað!
Maður sér kjólinn hennar Parísar ekki vel en mér sýnist hann vera flottur sérstaklega þar sem hann er ekki nákvæmlega eins og litinn og París (eins og mér fannst svo margar af þessum stjörnum vera...SKILIDIGGI!!!) En ég var að pæla í einu, mér finnst París eiginlega alltaf pósa eins, mér finnst ég sjá hana svona, í akkúrat þessari stellingu, á 85% mynda sem ég sé hana og hún er sko ALLTAF í blöðunum hérna. Ég hefði líka haldið að París væri með fólk á launum við að kenna sér sniðugar stellingar *hóst*. Hún er líka alltaf svona á svipinn eins og hún sé alveg að fara að segja eitthvað ("nei hæ, þú hér" eða "eigiði sleikjó" eða "ég ætla sko að ná kærastanum þínum") í myndatökunni. Kannski er hún bara að hlæja að öllum þessum ljósmyndurum og hvað hún er ógeðslega mikið ríkari og vinsælli en þeir, múahahaha.
Elsa sagði að J-Lo hefði verið appelsínugul (má vera) en mér sýnist Mary J Blige einnig hafa farið hamförum í brúnkuklútunum, og frekar svona ójafn litur, hehe. Fínn kjóll en Mary virðist ekki alveg nenna í eftirpartyið.
Maggie Gyllenhaal mætti með hendur í vösum. Það er kannski móðins núna. Kjólinn voða hlutlaus, kannski farin að síga fullmikið, eða kannski eru brjóstin hennar bara svona. Nei annars, við nánari athugun sýnist mér barmur Maggie vera þrælfínn, mér finnst bara svona kjólar svo oft vera svolítið neðarlega, held það kæmi betur út að láta þá ná aðeins lengra upp.
Stelpur, þið virðist hafa kynnt ykkur kjólana vel svo ég ætla ekkert að koma með fleiri myndir, en svona það helsta annað sem mér fannst var að Reese var í fallegum kjól en enn og aftur fannst mér hann mega vera dekkri eða ljósari svo maður gæti séð skilin á Reese og kjólnum. Naomi Watts var í húðlituðu tjulli, Aniston var mjög flott í sínum, sömuleiðis Alba, og margar fleiri. Keira var í frekar þvingandi kjól en annars fín. Hún á það til að vera svo mikið máluð að hún líkist þvottabirni en það var ekki svo slæmt í þetta skiptið. Og til þess að rökstyðja af hverju mér fannst Williams vera eins og páskaungi þá skal það tekið fram að ég ELSKA gult en mér fannst þetta vera rangur gulur litur. Of kaldur og Williams er gullfalleg en mér fannst hún ekki bera þennan kjól vel. Held að Heath væri meira að segja sammála mér.
Mér finnst Charlize Theron alltaf flott og hún eiginlega ein af þessum sem komast upp með hvað sem er, en sam ekki alveg hvað sem er. Ég segi eins og þið sem kommentuðu; Hvað er málið með slaufuna? Ég held að það hefði komið betur út að líma páfagauk eða jafnvel lunda á öxlina á henni. Liturinn er góður og í rauninni er kjólinn það líka ef þessi slaufa hefðí ekki lent á öxlinni hennar. Jumin eini, í alvöru talað!
Maður sér kjólinn hennar Parísar ekki vel en mér sýnist hann vera flottur sérstaklega þar sem hann er ekki nákvæmlega eins og litinn og París (eins og mér fannst svo margar af þessum stjörnum vera...SKILIDIGGI!!!) En ég var að pæla í einu, mér finnst París eiginlega alltaf pósa eins, mér finnst ég sjá hana svona, í akkúrat þessari stellingu, á 85% mynda sem ég sé hana og hún er sko ALLTAF í blöðunum hérna. Ég hefði líka haldið að París væri með fólk á launum við að kenna sér sniðugar stellingar *hóst*. Hún er líka alltaf svona á svipinn eins og hún sé alveg að fara að segja eitthvað ("nei hæ, þú hér" eða "eigiði sleikjó" eða "ég ætla sko að ná kærastanum þínum") í myndatökunni. Kannski er hún bara að hlæja að öllum þessum ljósmyndurum og hvað hún er ógeðslega mikið ríkari og vinsælli en þeir, múahahaha.
Elsa sagði að J-Lo hefði verið appelsínugul (má vera) en mér sýnist Mary J Blige einnig hafa farið hamförum í brúnkuklútunum, og frekar svona ójafn litur, hehe. Fínn kjóll en Mary virðist ekki alveg nenna í eftirpartyið.
Maggie Gyllenhaal mætti með hendur í vösum. Það er kannski móðins núna. Kjólinn voða hlutlaus, kannski farin að síga fullmikið, eða kannski eru brjóstin hennar bara svona. Nei annars, við nánari athugun sýnist mér barmur Maggie vera þrælfínn, mér finnst bara svona kjólar svo oft vera svolítið neðarlega, held það kæmi betur út að láta þá ná aðeins lengra upp.
Stelpur, þið virðist hafa kynnt ykkur kjólana vel svo ég ætla ekkert að koma með fleiri myndir, en svona það helsta annað sem mér fannst var að Reese var í fallegum kjól en enn og aftur fannst mér hann mega vera dekkri eða ljósari svo maður gæti séð skilin á Reese og kjólnum. Naomi Watts var í húðlituðu tjulli, Aniston var mjög flott í sínum, sömuleiðis Alba, og margar fleiri. Keira var í frekar þvingandi kjól en annars fín. Hún á það til að vera svo mikið máluð að hún líkist þvottabirni en það var ekki svo slæmt í þetta skiptið. Og til þess að rökstyðja af hverju mér fannst Williams vera eins og páskaungi þá skal það tekið fram að ég ELSKA gult en mér fannst þetta vera rangur gulur litur. Of kaldur og Williams er gullfalleg en mér fannst hún ekki bera þennan kjól vel. Held að Heath væri meira að segja sammála mér.
Rauði dregillinn
Jæja, þá er komið að kjóladómum Tótlu og Óskars í kjölfar gærkvöldsins. Mér finnst alltaf gaman að tjekka á hverju dömurnar klæðast á slíkum verðlaunahátíðum, enda fínt til að fá hugmyndir fyrir næsta árshátíðarkjól (NOT). Sumar eru voða fínar, aðrar ekki, svona eins og gengur og gerist og mér finnst þær oft óttalega kjánalegar eitthvað. Tjekkum á kjólatískunni í ár: sama hvað þið segið, mér finnst alltaf viss klassi yfir J-Lo, enda er hún svona sixtís gella núorðið og ég fíla það. Fínn litur á kjólnum, mætti þó ekki vera einum tóni meira út í brúnt því þá væri hann orðinn eins og gæsaskítur á litinn. Mér sýnist dressið í heild sinni vera nokkuð fínt. Hún hefði þó átt að skilja kallinn eftir heima, hann er eins og Drakúla. Hann fær þó prik fyrir hvað hann helst lengi giftur Jennifer.
Ástralirnir Heath Ledger og Michelle Williams voru bæði tilnefnd og hafa því væntanlega farið í bestu sparifötin sín. Ástralir eru rosalega montnir og stoltir af þessu Hollywood pari sínu og væntingarnar eftir því. Og hvað gerist svo? Hann er frekar venjulegur en hún er eins og misskilinn páskaungi. OJJJJJJJJ
Annar Aussie, Nicole Kidman. Húðin, hárið og kjóllinn er í sama lit svo Nicole er bara eins og eitt húðlitað/hvítt strik. NEIIII !!! Þetta má ekki og ég hélt að hún vissi það eða borgaði fólki sem veit það fyrir að segja sér það!?! Kjóllinn er klassískur en hefði mátt vera öðruvísi á litinn, eða Nicole mætti vera öðruvísi á litinn.
Ég held að ég gæti gert betur en þessar elskur ef J-Lo er kannski undanskilin, við erum jafnflottar. Jæja, meira seinna í kvöld. Laga kannski þetta blogg þá í leiðinni....
Ástralirnir Heath Ledger og Michelle Williams voru bæði tilnefnd og hafa því væntanlega farið í bestu sparifötin sín. Ástralir eru rosalega montnir og stoltir af þessu Hollywood pari sínu og væntingarnar eftir því. Og hvað gerist svo? Hann er frekar venjulegur en hún er eins og misskilinn páskaungi. OJJJJJJJJ
Annar Aussie, Nicole Kidman. Húðin, hárið og kjóllinn er í sama lit svo Nicole er bara eins og eitt húðlitað/hvítt strik. NEIIII !!! Þetta má ekki og ég hélt að hún vissi það eða borgaði fólki sem veit það fyrir að segja sér það!?! Kjóllinn er klassískur en hefði mátt vera öðruvísi á litinn, eða Nicole mætti vera öðruvísi á litinn.
Ég held að ég gæti gert betur en þessar elskur ef J-Lo er kannski undanskilin, við erum jafnflottar. Jæja, meira seinna í kvöld. Laga kannski þetta blogg þá í leiðinni....
fimmtudagur, mars 02, 2006
Skólinn hafinn
Skólinn hófst í vikunni og ég er ekki byrjuð að lesa. Ég gerði mér hins vegar ferð upp í skóla fyrir 10 dögum til að kaupa bækur svo ég gæti byrjað strax að lesa. Hmmm. Ætlunin er reyndar að byrja á eftir. Síðustu dagar hafa verið mjög skemmtilegir enda var Erna hjá okkur í nokkra daga á meðan hún leitaði að íbúð. Nú er hún og Nick hennar komin með æðislega íbúð með æðislegu útsýni (smá öfund). Mardi Gras er á laugardaginn og Gummi er í þessum töluðum orðum að finna til fjaðrir og glimmer svo við verðum fín í skrúðgöngunni:) í fyrra rigndi svo við skrópuðum á Mardi Gras en nú ÆTLUM við að fara, sama hvernig veðrið verður. Ok...tralala
miðvikudagur, mars 01, 2006
Afmælin!
Þá er afmælisvertíðin hafin. Erna Tönsberg, sem er einmitt nýjasta besta vinkona mín enda nýflutt til Sydney, átti afmæli í síðustu viku. Við höfðum ekki mikinn tíma til að fagna en fengum okkur þó hanastél á barnum þar sem danaprinsinn pikkaði Mary upp haustið 2000. Í dag eiga afmæli Ingibjörg Ýr og Inga Steinunn, á morgun eiga Herdís og Arndís Ósk afmæli og svo á einhver lúði afmæli daginn þar á eftir. Svo er Elsa mín 15.mars og Ari 20.mars en það er nú svolítið í það. Afmælisbörnum dagsins í dag og á morgun vil ég óska til hamingju. Ég vildi að maður væri enn í Álftamýrarskóla þar sem maður mátti koma með ís eða eitthvað á afmælinu sínu til að gefa hinum krökkunum. Þá hefði verið veisla 3 daga í röð í skólanum:)
Get svo sem ekki kvartað. Við Erna, nýja besta vinkona mín í Sydney, bökuðum bollur fyrir bolludaginn og notuðum marssúkkulaði til að bræða ofan á þær, hehe, jummí slummí. Ok...bæjóóóó.
Get svo sem ekki kvartað. Við Erna, nýja besta vinkona mín í Sydney, bökuðum bollur fyrir bolludaginn og notuðum marssúkkulaði til að bræða ofan á þær, hehe, jummí slummí. Ok...bæjóóóó.