miðvikudagur, júlí 20, 2005
Skopp skopp
Finnst ykkur hún ekki sæt? Við Guðmundur fórum í Australia Zoo (rétt hjá Brisbane) um daginn og það var æðislegt. Þar skoppuðu þessar elskur um allar trissur og átu úr lófum fólks eins og ekkert væri. Ótrúlega gæfar. Þessi á myndinni var sérlega forvitin, og það sem meira er, hún var með unga í pokanum sínum, maður sér lappirnar stingast þarna út. Við sáum líka koalabirni en þeir sofa og kúra til skiptis. Algjör krútt. Þeir sitja á mjúka bossanum sínum á trjágrein, halda utan um stofninn og dorma þannig megnið af sólarhringnum. Ég hef alltaf sagt að ef ég væri dýr myndi ég vilja vera mörgæs (gaman að renna sér á bumbunni niður brekkur) en nú held ég að koalabjörn sé kominn í annað sætið. Reyndar ekki jafnmikið fjör en greinilega notalegt líf. Það er mér að skapi. Ég klappaði koölunum en ég sleppti því að fá að halda á einum því það kostaði heila 20 dollara (1000 kall) sem er næstum eins og ef það kostaði 2000 kall heima. Auk þess vorkenndi ég birninum sem var í því skítadjobbi að láta einhverja krakkagemlinga halda á sér fyrir myndatöku. Ojbarasta, ég vona að hann fái extra djúsí laufblöð að japla á eftir vinnudaginn.
1 ummæli:
jii.. helduru að þú megir nokkuð taka hana með þér heim?
kv,
Arndis
Skrifa ummæli