sunnudagur, júlí 03, 2005

Gömul?

Þar sem ég hafði mikinn tíma aflögu núna seinni partinn og nennti eiginlega ekki að gera neitt ákvað ég að ráfa um netið eins og ég á stundum til. Eftir að hafa skoðað myndir af djamminu á heimasíðum Hverfisbarsins, Vegamóta og Priksins og einungis fundið Völu mína á einni þeirra (en annars engann og nota bene ég skoða þessar síður eiginlega aldrei, finnst hálfkjánalegt að segja frá þessu) ákvað ég að skoða blogg vina vina minna. Skiljið þið? Ég fór að skoða linka út frá bloggum vina minna og það er stundum svolítið gaman en samt eins og að njósna. Á þessum rúnti sá ég fullt af linkum undir "Vökufólk", eða svona "Nonni Vökustrákur" eða "Ella Vökugella" en nú var ég að skálda nöfnin, en ég sem sagt kannaðist ekkert við þetta Vökufólk. Það finnst mér súrt. Ég missti nefnilega eiginlega af kosningunum í ár og náði því ekki að kynnast öllu þessu ágæta fólki sem bættist í Vökuliðið og mér finnst ég vera gasalega útúr. Reyndar fannst mér ég vera orðin hundgömul, lífið líður alltof hratt, hmmm. Ég á samt langt í þessa elsku á myndinni, Babúska babúska babúska jajajaja:)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jájá og þar við hliðiná situr aleksi. þú veist hver það er.
múhaha. og fríða og nína og fleira gott fólk sem var í útskriftarveislu daggar. je man