sunnudagur, febrúar 27, 2005
Stormur
Í vikunni lauk ég lestur ákaflega skemmtilegrar bókar sem Hildur Edda gaf mér áður en ég hélt hingað út. Ég mæli með að þið farið bara öll og náið ykkur í Storm eftir Einar Kárason sem fyrst og njótið þess að lesa hana því eins og mig dauðlangar til að segja ykkur frá fullt af fyndum köflum úr henni og pælingum sem spruttu upp í kollinum á mér við lesturinn þá ætla ég ekki að gera það til þess að eyðileggja ekki fyrir ykkur:) Alla vega erum við Gummi bæði búin að lesa hana og hún er allt öðruvísi en allar bækur sem ég hef lesið og bara alveg frábær. Yndislega íslensk:) maður er svo mikil þjóðernisremba í útlöndum.
þriðjudagur, febrúar 22, 2005
Vandræði
Já, ég væri löngubúin að skrifa eitthvað hérna hefði ég ekki endalaust verið í einhverju stappi við bloggerinn...bölv... puff. Hvað segja Frónverjar annars? alltaf kalt? ehehhe, mér er bara frekar hlýtt sko, bara voða fínt, sól og ...hmmm hvað á ég að segja, svona 25 gráður í forsælu, já já brakandi blíða bara. Þetta er bara eins og í hitabylgjunni heima í fyrrasumar, múahahaha, aðeins betra myndi ég segja. Gummi og íslensk stelpa sem heitir Erla voru eitthvað að monta sig af þessari hitabylgju, við vorum í partýi, og sátum þar fjögur, ég, þau og ein sænsk stelpa og Gummi og erla tóku alveg Thule auglýsinguna á þetta. Ég átti bágt með mig:) In Iceland...last summer, we had like over 20 degrees for more than 3 weeks!!! og þið hefðuð átt að sjá svipinn á þeim. Ég ætla ekki að halda öðru fram en að veðrið var virkilega gott þarna í júlí/ágúst, en ef ég man rétt þá var hitametið í Reykjavík slegið...alveg 24 gráður, eða voru það 22? Man það ekki, reyndar virðast 22 gráður á Íslandi heitari en 22 á Spáni, hefur eitthvað með loftslagið að gera, en eitthvað held ég að fjarlægðin hafi gert fjöllin blá þarna. Sú sænska hló með mér. Veðrið var að vísu bjútífúl, en ég held að hitabylgjan sjálf hafi verið í um eina viku (af þremur mánuðum sem sumarið er) og ég minnist þess ekki að hafa oft klæðst stuttbuxum eða einhverju svoleiðis. Kannski svona vika sem mig rámar í að hafa verið að striplast í garðinum hjá systu þegar við vorum að mála húsið. Ísland, best í heimi!
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
Australia
well, ta er eg komin til Sydney...hef ekki tima akkurat nuna til ad segja meira fra tvi...later...
mánudagur, febrúar 07, 2005
sunnudagur, febrúar 06, 2005
TAKK
Ég er nú soddan flökkukind í mér og frekar vön því að kveðja Frón. Ætlaði nú ekkert að vera mikið að gera úr þessu, en bauð nokkrum myndarlegum dömum í kökuboð á fimmtudaginn, aðallega af því að mér finnst svo gaman að halda boð, og hafði í raun planað að gera svo á afmælinu mínu, þannig að þetta átti ekki að vera dramatísk kveðjuveisla. Ég tók það líka fram og var með yfirlýsingar um það að ég væri ekki mikið fyrir svona kveðjustundir, enda verð ég komin heim aftur eftir bara 1 1/2 ár. Uppáhalds systir mín skipulagði hins vegar óvænta kveðjuveislu fyrir okkur Gumma, sem var náttúrulega toppurinn, því þar náði ég að hitta svo marga vini mína í kveðjupartýi og það er ekkert drama í því. Nánari lýsing er hér.
föstudagur, febrúar 04, 2005
Spéhræðsla
Ég fór í sund eitt kvöldið í vikunni, og þar sem ég stóð í sturtunni og togaði sundbolinn til í allar áttir svo hann sæti rétt og hyldi það sem ber að hylja varð mér hugsað til Allyar vinkonu minnar. Hún er amerísk og kom að heimsækja mig til Íslands fyrir þremur árum. Við Vala tókum Ally að sjálfsögðu í Bláa Lónið sem henni fannst mjög spennandi....þar til kom að sturtunni. Þá varð hún pínu stressuð þegar hún stóð í búningsklefanum og horfði á eftir okkur Völu sem skokkuðum berrassaðar með sundbolinn í hendinni, inn í sturtu og þrifum okkur hátt og lágt með sápu, og náttúrulega á öllum stöðum svona eins og er bent á plakatinu með mannslíkamanum í almenningssturtuklefum. Ally afklæddist þegar við vorum komnar inn í sturtu, kom svo inn í sturtuna til okkar með handklæði utan um sig og smeygði sér inn í sturtu sem hafði sturtuhengi fyrir. Þar gat hún þvegið sér og klætt sig í sundfötin ein í friði en samt talað við okkur skvetturnar. Þeir eru svo séðir þarna í Bláa Lóninu, útlenska fólkið er ekki vant þessu. Við erum vön að hópast allsnakin í almenningsturtum þar sem við tepruskapur viðgengst ekki:) Fyndin tilhugsun hvað okkur finnst eðlilegt að standa svona berrassaður í sturtu með mörgum öðrum og skiptast á uppskriftum og ráðleggingum um sjampótegundir á meðan við þvoum "þið vitið hvað" og lögum sundbolinn og hlaupum út í laug. Bravó fyrir okkur:)
Þegar ég var ellefu ára fór ég til Mallorca með mömmu og systu. Ég fór ekki öðru vísi út í sundlaug en í ömmulegum og efnismiklum sundbol og víðum stuttermabol yfir. Spéhræðslan var rosaleg. Ég hef reyndar alltaf verið pínu spéhrædd, en það virðist skán með hverju árinu. Koma svo Tótla!
Þegar ég var ellefu ára fór ég til Mallorca með mömmu og systu. Ég fór ekki öðru vísi út í sundlaug en í ömmulegum og efnismiklum sundbol og víðum stuttermabol yfir. Spéhræðslan var rosaleg. Ég hef reyndar alltaf verið pínu spéhrædd, en það virðist skán með hverju árinu. Koma svo Tótla!
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Nýtt blogg
Við Gvendur minn erum komin með nýtt blog þó þetta verði áfram í fullu fjöri. Við ætlum að reyna að hafa svona sameiginlegt útlandablogg frá Ástralalíunni, það er svo móðins hjá pörum í dag. Endilega kíkið á þetta hjá okkur:)