fimmtudagur, desember 02, 2004
Skammir
jæja, ég bloggaði í gær en það mistókst þannig að ég ætla að endurtaka mál mitt. Ég finn mig nefnilega knúna til að ausa úr skálum reiði minnar. Fyrir barðinu á mér verða fjölmiðlar. Því miður get ég ekki "drullað" yfir þá (afsakið orðbragðið) eins og mig langar þar sem ég veit ekki nóg um málið en pabbi setti mig aðeins inn í það og ég horfði á Kastljósið í gær. Kastljósið er yfirleitt fínn þáttur en þau mega skammast sín fyrir þáttinn í gær. Málið snýst um tónleika til styrktar krabbameinssjúkum börnum og hversu mikið listamenn fá borgað fyrir sinn hlut. Mér finnst fréttamenn hafa rétt á að spyrja um kostnaðinn en þeir hafa enga afsökun fyrir dónaskap né beint rétt á að yfirheyra tónleikahaldarann um hversu mikið hver listamaður fékk borgað. Tónleikahaldarinn (sem ég man ekki hvað heitir) hefur sent félaginu skýrlsu býst ég við þar sem allur kostnaður og ágóði er útlistaður. KB banki gaf 2.5 milljón en kostnaður var 5 milljónir minnir mig. Kristján segist hafa fengið 700 þús fyrir kostnað og aðrir þrír listamenn fengu afganginn. Ef Krabbameinsfélagið sér eitthvað athugavert við kostnaðinn láta þeir eflaust í sér heyra en fjölmiðlar hafa á aðdáunarverðan hátt reynt af alefli að draga eitthvað mögulega misjafnt upp á yfirborðið. Ég þoli ekki svona æsifréttamennsku, fulla af upphrópunum eins og í Kastljósinu í gær þar sem Sigmar og Eyrún (þá sérstaklega hún) voru árásargjörn og dónaleg og hún byrjaði þrisvar að tuða um það sama ..."bíddu, nú borgaðir þú Kristjáni 700 þús, og hinum þremur restina, það er einfalt reikningsdæmi, bíddu hvað fengu þeir mikið" bla bla. Er ekki alltaf gott ef einhver peningur safnast? Þetta er atvinna tónlistarmanna og mér finnst sjálfsagt að þeir fái einhver laun þó um styrktartónleika sé að ræða. Þetta voru þrennir tónleikar og ég efast um að Inga Lind, Eyrún og fleiri væru til í að gefa vinnu sína þrjú kvöld (+æfingar). Nú er ég í pirringi mínum orðin ómálefnaleg, en til að draga saman aðalatriðin í þessu þá var Kristján kannski fulldónalegur (samt líka fyndinn) í Kastljósinu en ekkert í líkingu við fréttamennina sem í gúrkutíð tóku fegins hendi þetta tækifæri til að hvíla viðtöl við hrakfallabálka á slysó sem flugu á hausinn í hálkunni og hófu stórskotahríð á fólk sem reynir að styrkja þetta ágæta málefni. Spurning hvort þeir nenni því aftur?
14 ummæli:
Alveg hjartanlega sammála... Get svo sem skilið að DV hafi verið að velta sér upp úr þessu, en að RÚV skuli leggjast svo lágt finnst mér fáránlegt! Kristján var sannanlega dónalegur, en hann hefur jú búið á Ítalíu í 15+ ár og við það hitnar jú blóðið í mönnum.
PV
Já þeir sem starfa í fjölmiðlum ættu að halda sig á mottunni, alveg sama hvaða álit þeir hafa á því sem þeir eru að fjalla um. Svona fréttaskýringarþættir ættu ekki að reyna að gera sig breiða með því að þykjast vera æsislúðurþættir og auka þannig áhorf. Eða mér finnst það ekki. Þau í Ísland í dag eru samt helmingi verri, gjamma hvort ofan í annað og ég bara veit ekki hvað. Eins og þegar hún Jóhanna spurði Þórólf olíusauð: "Ertu klökkur??" sælla minninga.
Reyndar finnst mér Kristján Jóhannsson vera farinn að minna á Berlusconi með sínar ómálefnalegu yfirlýsingar, þeas ef það er satt að hann kallaði Íslendinga "sveitalubba". Á dögunum komu nefnilega upp deilur innan ESB milli Þjóðverja og Ítala og Berlusconi kunni nú svar við því og kallaði þá bara Nasista!
Já vil benda ykkur á umræður um málið: http://www.visir.is/?PageID=495&NewsID=22666 Ég segi eins og Pétur, Kristján á það sannarlega til að vera dóni en mér finnst sorglegt að þetta fái meiri athygli en þessar 4 milljónir sem söfnuðust fyrir þetta frábæra málefni. Nú veit ég ekki hvað Kristján hefur verið að tjá sig í blöðunum enda snýst þetta ekki um það. Enginn talar um að hljóðmenn, miðasalinn, húsvörðurinn, og fleiri eigi að gefa sína vinnu, bara listamennirnir. Hef Kristján Jóhannsson hefur sagt að Íslendingar séu sveitalubbar þá held ég að það sé smá til í því:) Það er ljóst að "næst" þarf þetta að vera skýrara (kostnaður altsaa) svo fólk borgi sig inn á slíka tónleika (þ.e. ef einhverjir listamenn fást til að taka þátt í þessum skrípaleik) og ég vona að fréttamenn þurfi ekki að vera svona leiðinlegir og dónalegir eins og Eyrún (nefni bara þann þátt því ég sá ekki hina) en Kristján var líka mjög dónalegur við hana þegar hann var orðinn þreyttur á þessu búllsjitti í henni:)
Heyrðu heyrðu.. ég er svo aldeilis hissa!! Mér fannst Eyrún standa sig FRÁBÆRLEGA í þessum þætti. Kristján er náttúrulega bara fífl og dóni sem kom hræðilega illa út úr þessum þætti og var það bara fyrir hans eigins sakir. Eyrún var auðvitað ákveðin enda þurfti hún að fá ákveðin svör sem gekk ansi illa! Eðlilega þarf fólk að fá borgað fyrir vinnu sína en eru 700.000kr ekki fulllll mikið sérstaklega þegar tekið er tillit til aðstæðna .. sem eru að gefa krabbameinssjúkum börnum aur???
hehe:) já ég sagði líka að mér fyndist hann hafa verið dóni. Hún var löngubúin að fá svör við spurningunum (frá Ólafi, ekki frá Kristjáni sem var nú meira úti að aka). Hvað varðar kostnað þá er 700 þús kannski frekar mikið en hann hefði getað fengið margar millur á sama tíma út í útlöndum. Og að fólk skuli kvarta undan leigunni á kirkjunni finnst mér skrýtið, það þarf að borga rafmagn og starfsfólk. Æææ, mér finnst bara í lagi að gefa félaginu tækifæri á að fara yfir skilaskýrsluna, mér fannst bara fjölmiðlar ráðast svo á Ólaf og listamennina,, fyrirframákveðnir um gang mála, og DV byrjaði á þessu öllu saman, síðan hvenær er það áreiðnalegur fjölmiðill?
hehe:) já ég sagði líka að mér fyndist hann hafa verið dóni. Hún var löngubúin að fá svör við spurningunum (frá Ólafi, ekki frá Kristjáni sem var nú meira úti að aka). Hvað varðar kostnað þá er 700 þús kannski frekar mikið en hann hefði getað fengið margar millur á sama tíma út í útlöndum. Og að fólk skuli kvarta undan leigunni á kirkjunni finnst mér skrýtið, það þarf að borga rafmagn og starfsfólk. Æææ, mér finnst bara í lagi að gefa félaginu tækifæri á að fara yfir skilaskýrsluna, mér fannst bara fjölmiðlar ráðast svo á Ólaf og listamennina,, fyrirframákveðnir um gang mála, og DV byrjaði á þessu öllu saman, síðan hvenær er það áreiðnalegur fjölmiðill?
Ég er ekkert viss um að 700 þús sé e-ð mikill kostnaður fyrir slíkan karl...
Hann hefur jú þurft að koma sér frá Garda til Milanó (15 þús), flug til Íslands (150 þús á Saga), frá kef til rvk (10 þús), gisting á Radisson SAS (25 þús pr nótt = 250 þús), bílaleiga í 10 daga (100 þús), bensín (10 þús), fæði (10 þús á dag = 100 þús), fatapressun og þvottur (10 þús), rvk til kef (10 þús) og loks Milanó til Garda (15 þús). Samtals 670 þús... hann er jú kóngur og verður að lifa sem slíkur!!
PV
Ég held að hann hafi allavega séð til þess að hann verði lítið pantaður á íslandi í nánustu framtíð .. ekki bara vegna kostnaðar heldur líka vegna þess að Íslendingar nenna ekki að hlusta á einhvern fábjána og dóna þenja raddböndin! Það sem mér fannst nú verst með fíflið er að hann skyldi fara að commenta um BRJÓSTIN á Eyrún .. how low can you go???
Já inga mín, en þetta mál er komið út í svoddan rugl, það er ENGINN lengur að minnast á þann pening sem safnaðist fyrir krabbameinssjúk börn en margir trylltir út í KJ. Maðurinn var dónalegur en kom það þér á óvart? Voru ekki margir líka búnir að vera mjög dónalegir við hann, hann reyndi að tala á léttu nótunum í þættinum og ´retti Eyrúnu diskinn sem tók ekki við honum heldur sendi kalt augnarráð. Hún er ekki í léttu djobbi samt, ég veit það:) Og hann sagði að hún væri rauð á brjóstinu af reiði. Ég mæli með því að þið hlæjið bara að ruglinu í honum, sama dag þurfti hann að þola að vera kallaður LYGARI ítrekað í fjölmiðlum þar sem hann var ekki viðstaddur til að verja sig. oG eins og ég hef áður sagt, Ólafur svaraði spurningu Eyrúnar í byrjun sem hún þurfti þó að margendurtaka, veit ekki af hverju.
sammála þér Tótla!
Kristján er glataður gæji...en ég held að margir íslendingar myndu sko ekki gera handtak fyrir ekki neitt. Rétt upp hönd sem hefur einhvern tímann gefið vinnu sína í nokkra daga. Tónlistarmenn hafa verið mjög duglegir við það...en þeir lifa nú ekki á loftinu (eins og sést á ístrunni á ákveðnum tenór ;)
Verð að leggja mitt til málanna!
Ég er alveg yfir mig hneyksluð á framkomu Kristjáns í þessu máli. Horfði á Kastljósið og Ísland í bítið á netinu og átti ekki til orð.
Ég er alveg sammála því að það þurfi að borga fólkinu fyrir ferðir, uppihald og annað en annars finnst mér móralskt séð að enginn eigi að taka greitt fyrir vinnuna sína í svona tilfellum, hvorki listamenn, ljósamenn, hljóðmenn eða aðrir. Mér finnst líka að leiga eigi að falla niður, það getur ekki sett neinn á hausinn...
Jafnvel þótt fólk sé frægt og þyki stórt í útlöndum finnst mér það ekki eiga rétt á neinni undanþágu frá ofangreindu. Kristján getur vel flogið heim á almennu farrými, gist hjá dóttur sinni án þess að væla og borðað venjulegan íslenskan heimilismat eins og við hin. Ef hann er ósáttur við það getur hann bara borgað mismuninn úr eigin vasa.
Mér finnst hins vegar líka vegið að Kristjáni, ekkert er baunað að ráði á hina listamennina sem tóku pening fyrir og það er rangt að kalla hann lygara og þvíumlíkt án þess að hann fái að svara fyrir sig. Hann er hinst vegar svo dónalegur og mikill durtur sjálfur og fullur kvenfyrirlitningar að mér finnst að hann ætti að skammast sín og vera bara á Ítalíu.
Mér fannst Eyrún og Sigmar standa sig mjög vel og varð eiginlega hissa, því ég þoldi ekki Eyrúnu í gamla daga :D
Ef ég hefði borgað fyrir miðann minn og svo komist að þessu hefði ég líka heimtað endurgreiðslu og farið með allan peninginn í SBK.
Og hana nú!
Elsa.
Var Kristján í Ísland í bítið? Sá ekki þann þátt. Elsa segir að allir ættu að gefa vinnu sína í svona tilviki, líka hljóðmenn etc. Staðreyndin er sú að það eru eiginlega alltaf bara þeir sem koma fram sem gefa vinnu sína, ekki tæknifólk. Þau gætú líka verið bara alltaf að gefa vinnu sína, það eru endalaust margir styrktartónleikar, og ef þau myndu alltaf gefa vinnu sína þyrfti að halda styrktartónleika fyrir tónlistarmenn og aðstandendur:) Og hvað leigu á kirkjunni varðar, þá held ég að rafmagnsreikningur fyrir tónleikana og æfingar sé til dæmis ansi hár, held ég hafi séð einhver svör á visir.is um þetta mál. Ég verð greinilega samt að fara að pirra mig oftar á blogginu, óvenju góð viðbrögð...hehehe:)
Ég verð reyndar að segja að svona plebbaháttur að þykjast vera eitthvað merkilegur og kalla samlanda sína "sveitalubba"... er til eitthvað sveitalubbalegra en akkúrat það? Ég hef alltaf litið svona fólk hornauga sem býr í útlöndum (sama hvaða útlandi og sama hversu lengi) og heldur að það verði merkilegt fyrir vikið og geti gert sig breitt með því að kalla samlanda sína sveitalubba eða eitthvað þaðan af verra.
Mikið er ég ánægð með hann Kristján! Fallegt af honum að gefa okkur eitthvað til að tala um á aðventunni :)
Skrifa ummæli