sunnudagur, desember 12, 2004

Hugmynd

Fékk smá hugmynd við lestur síðunnar hennar Ásdísar (er enn í vandræðum með að linka á fólk). Ef ég eignast annan kött þá mun ég skíra hann Miltis Brand, eða bara Miltisbrand. En Gríma verður að duga í bili...og Myrra ....og Milla, nú og Frosti minn, en hann er heimilisköttur á öðru heimili mínu. Já og ekki gleyma fuglinum sem Gríma veiddi handa mér og fór með undir rúmið mitt, já og hinn fuglinn sem endaði daga sína í eldhúsinu og svo þessi sem hún faldi á bakvið sjónvarpið í síðustu viku, plús mýsnar sem hún kemur með heim til að fara í löggu og bófa. Held það sé ekki pláss fyrir fleiri dýr í bili, Miltis Brandur verður að bíða betri tíma.

1 ummæli:

Hildur sagði...

Það væri ógeðslega krúttlegt að kalla: "Miltisbrandur minn! Miltisbrandur minn!" út um allt hverfið þegar kisinn er á veiðum. Það er svipað og þegar elsta systir mín fór einu sinni í dýragarð í Köben þegar hún var krakki og var svo spurð hvaða dýr henni þóttu skemmtilegust og það stóð ekki á svari: "Það voru blessaðir vogrísirnir"
(var að meina naggrísir)