mánudagur, desember 13, 2004

MSN

Ég ætla að leyfa mér að vera með smá leiðindi núna. Þannig er mál með vexti að ég nota MSN talsvert, sérstaklega til að tala við vini mína (og kærastana mína) í útlöndum. Mér finnst þetta bara mjög sniðug leið til að ná smá spjalli við vini sína sem maður myndi annars ekkert endilega hringja í né hitta á förnum vegi. Það er þó eitt sem ég skil ekki við þróun MSN, og það er hneigð fólks til að "heita" eitthvað annað en þeir heita. Skilst þetta? Ég til dæmis heiti alltaf bara "tótla" á MSN en ekki, "ein að læra", "ógeðslega þunn", "Alabama", "hress í sturtu"..."mygluð" eða ég bara veit ekki hvað. Mér finnst hálfgerður óþarfi að flækja málin og fólk þarf ekki að hafa fyrir því að sjá hvort ég sé "signuð inn" eða ekki. Ég hef ekkert á móti þessu, en mér finnst þetta óþarfi. Er ég tuðari? Kannski ég ætti að heita það á MSN, "tuðari"...

7 ummæli:

Hildur sagði...

Hvað er þetta svarta? Tótla er að kvarta!!

Ég heiti aldrei "Hildur" á msn, frekar heiti ég eitthvað bull af því að það er skemmtilegra. Eða eitthvað..

tótla sagði...

Hildur, þú ert sú eina sem kommentar hjá mér, kannski ert þú sú eina sem lest tótlutjattið, hmmm, takk Hildur, þú mátt heita hvað sem þú vilt á MSN, og af því að þú ert svo góð að commenta stundum hjá mér og þar af leiðandi stytta mér stundir í prófstressi mátt þú mín vegna heita Alibaba á MSN:)

Herdis sagði...

já þú ert tuðari:) held að það sé eitthvað tengd fiskamerkinu!;)

tótla sagði...

fiskar já, tótla tuðfiskur. nei veistu, ég hef yfirleitt þótt frekar jákvð og bjartsýn en stundum, þegar maður er í prófalestri gerist ekkert skemmtilegt og þá verður maður bara að blogga um eitthvað svona fyndið og asnalegt sem maður getur mögulega tuðað yfir. eða hlegið að...ég skal vera fyndin í næsta tuði...nei ég meina bloggi.

Hildur sagði...

Mér finnst liggur við skemmtilegra að kommenta hjá öðrum heldur en að blogga sjálf. Annars tók ég þig á orðinu með MSNið. Nú heiti ég Alibaba á MSN.

Brynd� sagði...

þetta er pæling. fólk notar þetta mikið til að monta sig.. t.d. ef þú myndir heita ,,tótla á krít" og allir bara djöööö afhverju er hún á krít.
en þetta er samt óttalegt tuð í þér. en hvað er blogg annað en tuð :)

Inga sagði...

hey .. ég er fiskur og ENGINN tuðari !!!!! vil bara að það sé á hreinu!