Nú hef ég gróðursett eina tótlu á safninu. Þessi tótla ætlar að vaxa og dafna hér á safninu í eina viku og nærist á suðuramerískum bókmenntum. Það þarf líka að vökva hana reglulega með magic og jólaöli svo hún taki dálítinn vaxtarkipp enda þarf þessi tótla að vera orðin að mannvitsbrekku þann 17.des næstkomandi þegar hún verður rifin upp (afskorin) af safninu og þá vonandi blómstrandi af suðuramerískum bókmenntum. Ég hef reyndar aldrei verið lagin við að halda lífinu í blómum.
1 ummæli:
Gangi þér vel í prófunum Tótla mín :o)
Skrifa ummæli