Ef þið hafið farið í verslanir 10-11 nýlega hafið þið kannski orðið vör við þessa nýjung hjá kassafólkinu þeirra. Þeir spyrja "fannstu allt sem þig vantaði?" Greinilega nýtt policy hjá þeim, tekið fyrir á starfsmananfundi og svona. Þeir fá hrós dagsins fyrir góða þjónustu:) Næst þegar ég fæ þessa spurningu langar mig þó að prófa að svara; "neiiii, eigið þið nokkuð Nýmjólk"
5 ummæli:
Það er sko alveg greinilegt hvaðan þetta kemur! Hérna eru algjörlega staðlaðar setningar sem afgreiðslufólk í búðum notar, og í langflestum verslunarkeðjum er það "Are you finding everything allright?" með tilheyrandi væmnitón. Ólöf Kr.
Já, þetta hljómar óttalega ammirískt.
ég er einmitt komin með grænar af þessari spurningu hérna úti.. sérstaklega í ljósi þess að þegar ég kem heim úr búðinni fatta ég vanalega að ég hafi gleymt helmingnum af því sem ég ætlaði mér að kaupa eða vantaði.. maður man það ekkert frekar á kassanum heldur en í miðri búð!!
En vitaskuld er mjög kurteist að heilsa öllum vinalega við kassann.. þarf kannski bara ekki að vera: Fannstu allt sem þig vantaði?
Sammála síðasta ræðumanni.
Afgreiðslufólkið gæti t.d. sagt: Og hvað á svo að gera í kvöld?
Tíh híh.
Í fyrstu skiptin sem þetta kom fyrir mig sagði ég alltaf bara jájá. En svo endaði með því að ég sagði "nei reyndar fann ég engan hrásykur, og ekkert svona og svona og svona". Þá reyndist afgreiðslustráknum bara vera frekar sama, og hló bara að mér.
María
Skrifa ummæli