miðvikudagur, desember 08, 2004

Aumingi

Ég er svoddan aumingi. Þegar ég keyrði frá Keflavíkurflugvelli í lok sumars eftir að hafa skutlað ástmanninum þangað fannst mér ár og öld þangað til ég myndi endurheimta hann. Nú fer þessu grasekkjutímabili mínu að ljúka (þremur vikum síðar að mér finnst) en Gummi kemur heim eftir 15 daga. Ég verð að viðurkenna að þó þetta sé kannski ekkert hrikalegt þá hefur mér eiginlega fundist þetta hálfglatað. Ekki gleyma að ég dvaldi á Spáni í 3 mánuði í vor (Gummi er reyndar nokkuð lengur í DK en ég var á Spáni) en þá var allt annað hljóð í tótlunni. Það var bara eiginlega ekkert mál, voða skrýtið. Þannig að ef þú lesandi góður ert að velta fyrir þér kostum og göllum fjarbúðar hafðu þá í huga orðatiltækið "betra er að vera skutlað upp á flugvöll en að skutla upp á flugvöll". Góðar stundir.

2 ummæli:

Hildur sagði...

Gott ef þetta er ekki gamalt kínverskt máltæki!

tótla sagði...

Þar hittirðu naglann á höfuðið Hildur!