laugardagur, október 30, 2004
Vér fögnum...
...hér á tótlutjattinu þar sem tótlan hefur nú eignast sína fyrstu kjöltutölvu, (eða mun eignast örlítið í henni mánaðarlega í tvö ár eða svo, ehhh). Jamms, stúlkan er komin með eitt stykki powerbook í kjöltuna sem mun ylja henni í fjarveru Gumma:) Mágurinn á þakkir skilið fyrir ráðleggingar sínar og mikla aðstoð en maðurinn hefur endalausa þolinmæði til að sýna mér og kenna mér á gripinn. Ég er sem sagt orðin makkari.
Aðrar fréttir eru þær að ég fór á HrekkjaVÖKU í gær og lýsi hér með yfir frati á afsakanir fólks sem mætir ekki í búning á svona samkomur. Til að gera langa sögu styttri þá hafði ég þónokkuð fyrir því að finna búning í gær og það tókst á endanum með aðstoð Óla bróður. Mér finnst ástæðulaust til að vera eitthvað að draga úr sannleikanum og vera með hógværð...ég var óóógeððslega flott (finnst mér). Ég var Týróli, með kúabjöllu um hálsinn og alles en þegar ég mætti í partí til Heiðdísar var ENGINN í galla! Hversu frábært getur það verið? Jú, Boggi snillingur var reyndar með frábæra "Bush" grímu (very scary). Það var mjög gaman á Pravda og ég drakk frían Vökubjór og dansaði fullt. Reyndi að halda mig nálægt Bryndísi sem var líka í búning, var samt spurð einu sinni hvort ég hefði á Októberfesti:)
fimmtudagur, október 28, 2004
gaman...
ég mæli með blaðsíðu 44 og 45 í mogganum í dag, þar sjáið þið hvað það er gaman að vera í nylon. platan kemur út í dag...og bókin fyrir jólin. gefið mér heldur nylonsokka en þessa bók! þessi hljónst er hálfsárs og það er að koma út bók! Ég myndi nú ekki líkja þeirra vinsældum við Bítlaæðið...en það má alltaf reyna að græða:)
miðvikudagur, október 27, 2004
það er svo leiðinlegt að...
setja lokið á hraðsuðuketilinn! fyndið hvað svona ómerkileg atriði geta farið í taugarnar á manni. Svo er líka leiðinlegt að ganga frá eftir matinn, en gaman að elda. Frekar oft sem eitthvað leiðinlegt fylgir einhverju skemmtilegu, til dæmis, gaman að ferðast en leiðinlegt að pakka og sitja í flugvél! æææ, þetta er frekar skrýtnar pælingar. Mér finnst samt allir svo duglegir að ferðast núna, til dæmis hefur mín nánasta fjölskylda bara núna í október náð að fara til USA, Stokkhólms, Spánar, Portúgal, Kýpur og London núna í október (ekki öll á alla staði og fjölskyldan er stór). Því miður er það ekki af því að við unnum öll í lottói, þetta meira hittist bara svona á. Dögg vinkona er víst að fara til Kraká í Póllandi á morgun, það er kúl! Það er nefnilega ekkert kúl lengur við að fara til Kaupmannahafnar eða London. Mitt næsta ferðalag verður til London einmitt, í næstu viku en ég reyndar neyðist til að fara í þetta skiptið því ég er að fara í próf þar. Aldís mín ætlar að hýsa mig þar og er löngukominn tími á þá endurfundi. Spurning um að gera súkkulaðibúning, hlusta á Blur, og gera símaat í Damon Albarn, þá er þetta bara alveg eins og i den, hehehe:)
mánudagur, október 25, 2004
tack tack
...fyrir ábendingar um betra tótlutjatt. Ég mun fara í þessar breytingar um leið og tími gefst. En var ég ekki eitthvað að tala um tómstundir hérna um daginn? Ég ákvað að gera eitthvað í hlutunum, ekki gera ekki neitt! Í kvöld mun ég ásamt Eddu bróðurdóttur minni byrja á flamenco námskeiði í Kramhúsinu, vííí:)
mánudagur, október 18, 2004
blogglúkk
ok, nokkrar pælingar í sambandi við lúkkið á blogginu mínu. Ég hef reyndar engann tíma (né kunnáttu) til að standa í svona andlitslyftingu á síðunni minni enda er ég með mann í því djobbi. Sá hefur reyndar í nógu að snúast sjálfur en hann getur kannski lappað örlítið upp á hana þegar honum gefst tóm til þess. Mig langar samt að fá smá álit frá ykkur, til dæmis um litaval og hvort ég eigi að skipta út myndinni (eða hafa mynd yfir höfuð). Ég er meira að segja ekkert mikið fyrir það að troða myndum af sjálfri mér á síðuna mína en kannski allt í lagi að hafa eina mynd. Ég til dæmis skoða oft síður hjá fólki sem ég þekki ekki neitt en myndi kannski átta mig á ef það væri mynd af þeim á forsíðunni, hvað þá nafnið þeirra! jæja, en hvað segja lesendur, ég veit að það kíkja nokkrir á tótlutjattið, látið heyra í ykkur, og skrifið nafnið undir kommentin ef þið eruð ekki sjálf með blogger:)
sunnudagur, október 17, 2004
Prinsinn floginn
Þá er maður laus við kærastann aftur, skutlaði honum á flugvöllinn í dag og er þegar farin að sakna hans. Þetta er reyndar í góðu lagi því ég er að passa Birgi frænda þessa vikuna og hef nóg að gera í skólanum og öllu þessu. Þarf reyndar að setja í fluggírinn í skólanum núna. Ég virðist eiga erfitt með að einbeita mér að honum þessa dagana. Mér finnst bara svo erfitt þegar dagarnir eru svona slitnir, þ.e. að setjast við lesturinn þegar ég þarf að mæta hér og þar klukkan hitt og þetta. Efst á óskalistanum mínum er heil vika með engin plön, nema þá helst fyrst á morgnanna eða seinnipartinn svo ég geti bara gleymt mér inná safni lengi í einu. Nei nú lýg ég, efst á óskalistanum er að vinna í lottó en svo væri hitt fínt....bara ekki jafnfínt og að vinna í lottó.
föstudagur, október 15, 2004
öppdeit
Úff, það var löngukominn tími til að taka aðeins til í linkalistanum. Það er sem sagt eitthvað aðeins meira að marka þessa linka mína núna, en ég er alls ekki búin. Þarf að lappa eitthvað upp á lúkkið á síðunni líka. Bleikur er engann veginn "ég" og hefur aldrei verið, þannig að litnum verður breitt. Þeir sem höfðu ekki bloggað síðan 2003 (til dæmis) fengu að fjúka... líka einhver sem ég þekkti ekkert. Mig vantar samt fleira fólk undir "MR"... látið vita af ykkur! Sumir eru samt í MR, og líka í Freyjum (bekkjarsystur úr MR) og þá jafnvel líka Clueless (löng saga) og aðrar eru Freyjur og Vaka (og ef þeir eru í Freyjunum eru þær líka úr MR). Heiðdís Halla hávaðabjalla er nú komin með lönguverðskuldaðan link á sig undir "vinir" en hún er að sjálfsögðu Vökusnót einnig. Annars er ég bara að passa núna (svona eins og stundum áður) en annað kvöld langar mig að fá mér sjúss með Gumma, þarf að díla smá við nokkra aðila áður. Auf Wiedersehen.
miðvikudagur, október 13, 2004
Tennisromantik
Bonjour, í gær fór ég í bíó með Bibba frænda og viðhenginu á "Wimbledon". Ég hef bara aldrei á ævinni horft jafnmikið á tennis, samanlagt. Þessi mynd er alltílæ. Á sín móment og sæti aðalleikarinn, Paul Bettany er svona mesti plúsinn (enda frekar krúttlegur karakter). Kirsten Dunst hef ég aldrei fílað og ætla ekki að byrja á því núna, ótrúlega tilgerðarleg og leiðinleg leikkona með leiðinlegan talanda. Ég myndi lýsa Juliu Stiles nákvæmlega eins, skil alls ekki hvað þessar tvær leikkonur eru að gera í hópi frægustu leikara, jeminn eini. Kirsten Dunst var jafnleiðinleg og í Spiderman, leikur reyndar voða svipað. Bara fá J Lo í þetta, hehe:) eða bara einhverja óþekkta, hvernig væri það. Já myndin, ég gleymdi mér, hún var sem sagt svona ágætis afþreying, aðeins of langdregnar tennissenur (nei ég meina alltof langar) og þunnur söguþráður. Ekki búast við einhverju Love actually, Notting Hill dæmi. ok, má ekki vera að þessu, ciao.
sunnudagur, október 10, 2004
Dömubindi
Fyrir helgi fékk ég skemmtilegt bréf frá "Always-umboðinu" eða hvað það heitir. Þeir sendu mér eitthvað svona kynningarbréf um frelsi og dömubindi og að ég gæti unnið ferð til útlanda eitthvað bla bla, leikur man ekki og alalvega þá var eitt stykki af nýjasta dömubindinu frá þeim (alway ultra super plus +++freedom, ...?) í umslaginu. Við hliðiná því stóð eitthvað á þessa leið: "ekki til notkunar. Sýniseintak." Þannig að ég skoðaði það og klappaði því aðeins. Mér fannst þetta bara svo fyndið.
Annars þakka ég allar þessar hugmyndir um tómstundarfag. Inga stakk upp á boccia, held ég geymi það til elliáranna. Hildur stakk upp á jóga og skák, nenni ekki að tefla en líst betur á jóga. Anna Björk stakk upp á brids. Nei takk, það er nóg að þurfa að spila annað slagið við þig. Heiðdís Halla stakk upp á hamborgaraáti. Mér líst ágætlega á það enda stunduðum við Heiðdís það áhugamál á föstudaginn. Reyndar langaði mig alltaf að læra stepp þegar ég ar lítil en það var hvergi kennt.
Og þess má geta að ég hef endurheimt litla prinsinn minn frá Danaveldi og hef þegar dregið hann í eina heimsókn, á flamenco sýningu í Salnum (ÆÐI) og út að borða og erum á leiðinni á Kattasýninguna. KOMA SVO TÓTLA!
miðvikudagur, október 06, 2004
Tómstundir
Mig vantar eitthvað svona tómstundarfag (fyrir utan að læra spænsku í háskólanum sem sumir kalla tómstundir...hrmhppp, nei og ég er ekki bitur). Ég hef reyndar meira en nóg að gera en þegar ég var yngri var ég alltaf í allskonar einhverju; skíði, skák, leiklist, píanó... Þannig að ég var að spá hvort maður ætti að byrja aftur. Ég trúi enn að ég búi yfir einhverjum einstökum hæfileikum á einhverju sviði en ég á bara enn eftir að komast að því hvað það er. Ætti ég að skrá mig í ballet?
mánudagur, október 04, 2004
Haustið
Nú er komið haust og það fer ekkert á milli mála. Veðrið er ömurlegt, allir komnir á skrilljón í skólanum, Alþingi var sett fyrir helgi (með tilheyrandi kvabbi) og svo er veðrið alveg öööömurlegt ef ég hef ekki nefnt það áður. Þetta er samt allt í besta lagi þar sem haustinu fylgja líka svo margir góðir hlutir... til dæmis var Októberfest á föstudaginn sem vakti mikla lukku (ég hélt þó til í húsakynnum Palla verðandi flugþjóns í miðausturlöndum...) og svo er svo mikið um að vera í félagslífinu, og svo fer mútta eða systa vonandi að taka slátur og svo á ég svo óóógeðslega flottar og þægilegar buxur sem ég keypti í Lissabon. Ég er nefnilega mjög háð því að vera í afar þægilegum fötum sem ég finn helst ekki fyrir og kýs þá helst bara bikiní í heitu landi, maður finnur nú ekki mikið fyrir bikiníinu. En það er víst ekki hægt á Íslandi þannig að ég freistast ansi oft til að fara í gömlum joggingfötum í skólann, helst bara málningargallanum. En eftir að ég fékk mér flottu buxurnar er ég bæði frjáls og flott. Dóhhh, þetta er ömurlegt blogg, ég ætla að halda áfram að gera eitthvað gáfulegra.