sunnudagur, ágúst 29, 2004

Grasekkjan

Gummi Hlír er floginn til Kaupmannahafnar en þar ætlar drengurinn að sötra bjór og dúlla sér í masterskúrsum í verkfræði fram á áramótum. Flökkukindinni Tótlu líst að sjálfsögðu alltaf vel á svona ævintýraferðir fólks þrátt fyrir að vera örlítið súr yfir að verða grasekkja næstu mánuði. Reyndar finnst mér þetta allt í góðu lagi enda hef ég nú afsökun til að fara til Kaupmannahafnar og svo herðir þetta bara strákinn:) talandi um stráka, hinn ungi systursonur minn sem ég hef farið svo fögrum orðum um hér á síðunni var skírður síðustu helgi og heitir nú Steingrímur Dagur. Hann er jafnfallegur og síðast þegar ég skrifaði um hann hérna:)


Steingrímur Dagur Stefánsson

3 ummæli:

Hildur sagði...

Rólegur með að vera krútt!!
Það er gaman að eiga systkinabörn, og ég get ekki ímyndað mér að það geti verið enn skemmtilegra að eiga börn sjálfur. Það er bara varla hægt!

Nafnlaus sagði...

rosalega fallegt nafn á fallegan mann. til hamingju með hann!!

Ásdís sagði...

Hrikalega krúttlegur! Til lukku með drenginn og nafnið.