Reykjavík
Góðkunningi lögreglunnar á Sikiley er komin aftur á klakann. Eftir svona skemmtilegt ævintýri hef ég eignlega fengið nóg af utanlandsferðum í bili (hélt ég myndi ALDREI segja þetta). Ég er nú samt að fara til Madeira eftir ca. 3 vikur, en sennilega verð ég búin að jafna mig þá og útþráin komin á sinn stað. Annars var Palermo bara fín. Þetta er 5.stærsta borgin á Ítalíu, með um milljón íbúa. Þarna er mikil fátækt, örfáir mjög ríkir (ömmm sagði einhver mafía?) og mjög margir afar fátækir. 20% atvinnuleysi heyrði ég einhvers staðar! Mér fannst fátæktin kannski ekki svo sjáanleg, held ég hafi tvisvar séð t.d. betlara og innfæddir yfirleitt frekar flottir í tauinu, en tölurnar eru víst þessar. Umferðin þarna er ótrúleg, eitt stórt kaos. Núna bendir hins vegar allt til þess að ég þurfi að fara að setjast niður og læra á fullu. Get ekki frestað því lengur...best að byrja.
þriðjudagur, október 28, 2003
fimmtudagur, október 23, 2003
Palermo
jaeja, stelpan bara komin til Sikileyjar! vid Thorlindur keyrdum svolitid i gaer, forum til Corleone (teir sem horfa a Il Padrino...godfather vita hvad eg a vid). Magnad. Her er rosalega fallegt og svakalega margt buid ad gerast, eiginlega otrulegir hlutir sem eg nenni varla ad skrifa um. Eda sko... tad var sem sagt radist a okkur tvo i gaerkvoldi tar sem vid vorum ad ganga upp a hotel. Trir gaurar gerdu tad og nadu toskunni minni. Eg hef sjaldan verid jafnpirrud. Er samt ekkert svo pirrud, eda ju...pirrud og svekkt. Gaerkvoldinu vordum vid a logreglustodinni i Palermo... Tangad hefur margur mafiuosinn sjalfsagt komid inn. Eg gaf skyrslu, Eg tapadi digital myndavel, tveimur kreditkortum, veski, peningum, skilrikjum, snyrtidoti og lyfjum og svona personulegum hlutum sem er bara vont ad missa. ARGGGG. ok nu aetla eg ekki ad tala meira um tad. So far er maturinn her frekar vondur, ciao!
PS: Vil samt ad tad komi fram ad her eru allir afar elskulegir og hjalplegir eins og t.d. loggan. Takk
jaeja, stelpan bara komin til Sikileyjar! vid Thorlindur keyrdum svolitid i gaer, forum til Corleone (teir sem horfa a Il Padrino...godfather vita hvad eg a vid). Magnad. Her er rosalega fallegt og svakalega margt buid ad gerast, eiginlega otrulegir hlutir sem eg nenni varla ad skrifa um. Eda sko... tad var sem sagt radist a okkur tvo i gaerkvoldi tar sem vid vorum ad ganga upp a hotel. Trir gaurar gerdu tad og nadu toskunni minni. Eg hef sjaldan verid jafnpirrud. Er samt ekkert svo pirrud, eda ju...pirrud og svekkt. Gaerkvoldinu vordum vid a logreglustodinni i Palermo... Tangad hefur margur mafiuosinn sjalfsagt komid inn. Eg gaf skyrslu, Eg tapadi digital myndavel, tveimur kreditkortum, veski, peningum, skilrikjum, snyrtidoti og lyfjum og svona personulegum hlutum sem er bara vont ad missa. ARGGGG. ok nu aetla eg ekki ad tala meira um tad. So far er maturinn her frekar vondur, ciao!
PS: Vil samt ad tad komi fram ad her eru allir afar elskulegir og hjalplegir eins og t.d. loggan. Takk
föstudagur, október 17, 2003
Nostalgía
Í fyrradag tók ég þristinn heim. Notaleg tilfinning fór um mig alla. Sennilega tók ég þristinn síðast bara einhvern tíma í sumar en langt síðan ég hef tekið þristinn svona heim úr skólanum. Mér leið eins og ég væri aftur komin í MR eða bara á leið heim úr skólasundi í Sundhöllinni. Ég man hvað ég var þreytt á þristinum stundum en samt... þetta eru svona blendnar tilfinningar. Hann fer enn sömu leiðina og þegar ég var pínulítil. Það er eitthvað svo þægilegt við að sitja þarna og góna út um gluggann, fylgjast með fólki sem er að missa af þristinum hlaupa á eftir okkur. Sjá Hlemmara sem eru að bíða eftir öðrum strætó eða bara bíða eftir alls engu. Rónarnir eru enn við sjoppuna þar sem við biðum alltaf eftir strætó eftir skólasund (sem er pínu sorglegt) og þar fram eftir götunum. Um kvöldið gerði ég annað sem minnti mig á MR árin, ég fór í bókabúð að skoða blöð og Skífuna að hlusta á diska eftir kvöldmat:) Annars styttist bara í Palermo ferðina. Eins gott að ég fari að ná þessari flensu úr mér.
Í fyrradag tók ég þristinn heim. Notaleg tilfinning fór um mig alla. Sennilega tók ég þristinn síðast bara einhvern tíma í sumar en langt síðan ég hef tekið þristinn svona heim úr skólanum. Mér leið eins og ég væri aftur komin í MR eða bara á leið heim úr skólasundi í Sundhöllinni. Ég man hvað ég var þreytt á þristinum stundum en samt... þetta eru svona blendnar tilfinningar. Hann fer enn sömu leiðina og þegar ég var pínulítil. Það er eitthvað svo þægilegt við að sitja þarna og góna út um gluggann, fylgjast með fólki sem er að missa af þristinum hlaupa á eftir okkur. Sjá Hlemmara sem eru að bíða eftir öðrum strætó eða bara bíða eftir alls engu. Rónarnir eru enn við sjoppuna þar sem við biðum alltaf eftir strætó eftir skólasund (sem er pínu sorglegt) og þar fram eftir götunum. Um kvöldið gerði ég annað sem minnti mig á MR árin, ég fór í bókabúð að skoða blöð og Skífuna að hlusta á diska eftir kvöldmat:) Annars styttist bara í Palermo ferðina. Eins gott að ég fari að ná þessari flensu úr mér.
fimmtudagur, október 16, 2003
spænskt bíó
Mæli með spænsku bíói í Odda kl 20 í kvöld (stofu 101). Þar verður Hable con ella sýnd með íslenskum texta:)
Mæli með spænsku bíói í Odda kl 20 í kvöld (stofu 101). Þar verður Hable con ella sýnd með íslenskum texta:)
þriðjudagur, október 14, 2003
galsinna gíraffar í gannislag
Prófið að lesa þetta (fyrirsögnina) afturábak! Fleira svona sniðugt hér:-)
Prófið að lesa þetta (fyrirsögnina) afturábak! Fleira svona sniðugt hér:-)
mánudagur, október 13, 2003
tralala
Enn einu sinni kominn mánudagur. Uppáhaldsdagarnir mínir eru laugardagar, en stundum er ég reyndar að vinna þá, sem er svo sem ekkert slæmt, bara öðruvísi. Ég átti t.d. mjög góðan dag sl laugardag. Þá fór ég með Vökufólki í haustferð Vöku upp í Árnes sem var mjög vel heppnað í alla staði. Að sjálfsögðu horfðum við á leikinn. Ég nenni ekki að tala um hann. Íslendingar voru góðir en... æjj úbbs ég sagðist ekki ætla að tala um leikinn. Öllu leiðinlegra var þó að missa af Elsunni á Íslandi. Hún kom óvænt frá Sverige í afmæli ömmu sinnar yfir helgina og ég gat ekki hitt hana á föstudag því þá var ég undir sæng að reyna að hósta úr mér hálsbólgunni og ekki á laugardag vegna áðurnefndrar Vökuferðar. Ég ætla samt að skrifa Elsu minni bréf núna strax, því þá fæ ég kannski bréf frá henni. Það er svo gamana ð fá svona alvöru gamaldags bréf í umslagi með frímerki:) gerist sjaldan. over and out
Enn einu sinni kominn mánudagur. Uppáhaldsdagarnir mínir eru laugardagar, en stundum er ég reyndar að vinna þá, sem er svo sem ekkert slæmt, bara öðruvísi. Ég átti t.d. mjög góðan dag sl laugardag. Þá fór ég með Vökufólki í haustferð Vöku upp í Árnes sem var mjög vel heppnað í alla staði. Að sjálfsögðu horfðum við á leikinn. Ég nenni ekki að tala um hann. Íslendingar voru góðir en... æjj úbbs ég sagðist ekki ætla að tala um leikinn. Öllu leiðinlegra var þó að missa af Elsunni á Íslandi. Hún kom óvænt frá Sverige í afmæli ömmu sinnar yfir helgina og ég gat ekki hitt hana á föstudag því þá var ég undir sæng að reyna að hósta úr mér hálsbólgunni og ekki á laugardag vegna áðurnefndrar Vökuferðar. Ég ætla samt að skrifa Elsu minni bréf núna strax, því þá fæ ég kannski bréf frá henni. Það er svo gamana ð fá svona alvöru gamaldags bréf í umslagi með frímerki:) gerist sjaldan. over and out
föstudagur, október 10, 2003
hóst...hóst...
úff, ég hef hóstað mér áfram í gegnum þessa viku í orðsins fyllstu. Búið að vera kreisí að gera. Mjög gaman. Stúdentaráðsliðar kynntu sig og sitt ráð úti í byggingunum á miðvikudag, vel heppnuð málefnaráðstefna Vöku haldin þá um kvöldið og alþjóðaparty erlendra nema líka. Í gær var svo alþjóðanefndarfundur sem er aldrei leiðinlegt. Ég gat samt varla talað né hugsað fyrir hóstanum í sjálfri mér en okkur gekk samt vel. Eftir tvær vikur fer ég á fund í Palermo og við erum öll sammála um að gera vinnureglur og setja markmið í því sambandi eins og við höfum stefnt á að gera. Það auðveldar þessar ferðir örugglega heilmikið og við græðum meira á því. Ég er farin að hlakka svolítið til Palermo ferðarinnar. Þórlindur er að fara á einhverja aðra ráðstefnu og við verðum samferða út. Hann stakk upp á því að við myndum leigja okkur bíl eða mótorhjól eða eitthvað til að skoða eyjuna (Sikiley) þegar við hefðum tíma. Hömm hömm, Þórlindur hefur víst ekki heyrt vespusögurnar mínar. BAra svo það sé á hreinu þá ætla ég ekki að keyra einhverja helv... vespu! Ég drap mig næstum því einu sinni á svoleiðis. Mér gekk reyndar vel þegar ég sat aftan á hjá Gumma í Laos og Thailandi. Reyndar var ógeðslega gaman. En ég kýs heldur fjögur hjól og jafnvægið sem þeim fylgja:)
úff, ég hef hóstað mér áfram í gegnum þessa viku í orðsins fyllstu. Búið að vera kreisí að gera. Mjög gaman. Stúdentaráðsliðar kynntu sig og sitt ráð úti í byggingunum á miðvikudag, vel heppnuð málefnaráðstefna Vöku haldin þá um kvöldið og alþjóðaparty erlendra nema líka. Í gær var svo alþjóðanefndarfundur sem er aldrei leiðinlegt. Ég gat samt varla talað né hugsað fyrir hóstanum í sjálfri mér en okkur gekk samt vel. Eftir tvær vikur fer ég á fund í Palermo og við erum öll sammála um að gera vinnureglur og setja markmið í því sambandi eins og við höfum stefnt á að gera. Það auðveldar þessar ferðir örugglega heilmikið og við græðum meira á því. Ég er farin að hlakka svolítið til Palermo ferðarinnar. Þórlindur er að fara á einhverja aðra ráðstefnu og við verðum samferða út. Hann stakk upp á því að við myndum leigja okkur bíl eða mótorhjól eða eitthvað til að skoða eyjuna (Sikiley) þegar við hefðum tíma. Hömm hömm, Þórlindur hefur víst ekki heyrt vespusögurnar mínar. BAra svo það sé á hreinu þá ætla ég ekki að keyra einhverja helv... vespu! Ég drap mig næstum því einu sinni á svoleiðis. Mér gekk reyndar vel þegar ég sat aftan á hjá Gumma í Laos og Thailandi. Reyndar var ógeðslega gaman. En ég kýs heldur fjögur hjól og jafnvægið sem þeim fylgja:)
fimmtudagur, október 09, 2003
My inner child is sixteen years old!
Life's not fair! It's never been fair, but while
adults might just accept that, I know
something's gotta change. And it's gonna
change, just as soon as I become an adult and
get some power of my own.
How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla
COOL!
þriðjudagur, október 07, 2003
Bloggheimar
enn fjölgar í Bloggheimum. Sigga Víðis sem er með mér í Rammagerðarmafíunni er farin að blogga enda er hún að leggja í svakalegt ferðalag og það verður spennandi að lesa um ævintýri hennar í Asíu (og ég veit ekki hvar). Sigga, farðu vel með þig og góða ferð.
enn fjölgar í Bloggheimum. Sigga Víðis sem er með mér í Rammagerðarmafíunni er farin að blogga enda er hún að leggja í svakalegt ferðalag og það verður spennandi að lesa um ævintýri hennar í Asíu (og ég veit ekki hvar). Sigga, farðu vel með þig og góða ferð.
sunnudagur, október 05, 2003
gaman
Rétt í þessu sluppu nokkrar góðar stúlkur frá mér. Þær Dögg, Erla, Þórey og Vala komu til mín í smá súpu og rautt (eða sprite fyrir hina). Þó það sé nú alveg ógeðslega mikið að gera hjá mér þessa dagana og mig langi stundum í verkfall, þá verð ég að segja að ég er alltaf í svo skemmtilegum félagsskap að þetta er alveg í lagi. Mér leiðist alla vega aldrei. Kannski hef ég ekkert svo mikið að gera.. hvað ef ég er bara óvenju löt manneskja sem finnst hún hafa rosalega mikið að gera. Í gær var til dæmis laugardagur og ég kom eiginlega engu í verk. Ég er reyndar að passa Birgi Stein þessa dagana og reyni að vera skemmtileg frænka, en það felst ekki í því að kúra upp í rúmi næstum fram að hádegi og leggja sig aðeins aftur eftir hádegi. (ég sem sagt var skemmtileg frænka á milli fegurðarblunda, hádegisblunda, hænublunda og siestu). takk
Rétt í þessu sluppu nokkrar góðar stúlkur frá mér. Þær Dögg, Erla, Þórey og Vala komu til mín í smá súpu og rautt (eða sprite fyrir hina). Þó það sé nú alveg ógeðslega mikið að gera hjá mér þessa dagana og mig langi stundum í verkfall, þá verð ég að segja að ég er alltaf í svo skemmtilegum félagsskap að þetta er alveg í lagi. Mér leiðist alla vega aldrei. Kannski hef ég ekkert svo mikið að gera.. hvað ef ég er bara óvenju löt manneskja sem finnst hún hafa rosalega mikið að gera. Í gær var til dæmis laugardagur og ég kom eiginlega engu í verk. Ég er reyndar að passa Birgi Stein þessa dagana og reyni að vera skemmtileg frænka, en það felst ekki í því að kúra upp í rúmi næstum fram að hádegi og leggja sig aðeins aftur eftir hádegi. (ég sem sagt var skemmtileg frænka á milli fegurðarblunda, hádegisblunda, hænublunda og siestu). takk