miðvikudagur, maí 29, 2002
jæja, þá fer sæludögunum að ljúka í Noregi, erfiðasta ákvörðun mín í dag var hvort ég ætti að setja aprikósumarmelaði eða hindberjasultu á ristaða brauðið mitt... og í gær hvort ég ætti að horfa á Strumpana (aftur) eða bara Emil í Kattholti. Fór reyndar til Osló í gær í grenjandi rigningu. Ég var með regnhlíf eins og aðrir en leið samt eins og heimskum túrista sem kann ekki á regnhlíf því mín fauk alltaf upp, það brettist svona upp á hana í vindinum. Ég sá það ekki gerast hjá öðrum. Ég sá heldur ekki aðra eiga í vandræðum með að loka regnhlífinni sinni. Kannski var mín pínu biluð, eða ég bara svona mikill auli...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli