þriðjudagur, maí 07, 2002
Fór í bíó í gær á spiderman, Gummi greyið vældi í mér allan daginn um að fá að fara í Smárabíó að sjá þessa mynd og ég náttúrulega lét það eftir honum á endanum. Þegar við settumst svo og byrjuðum að gúffa í okkur poppið fattaði ég þennan áhuga á bíóferðinni, því strákurinn var með þennan ógleymanlega snilldarbrandara í pokahorninu sem hann varð að koma frá sér, "tja,það er bara ekkert brennt poppið". Já, hann bjó brandarann til sjálfur, nokkuð gott. Myndin var ágætis afþreying, nokkrar klénar klisjur eins og ameríkönum einum er lagið "I love you Peter Parker", o.s.frv. En Tobey McGuire stóð fyrir sínu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli