Hvað er að frétta? frekar fátt svo sem. Börnin bókstaflega hrúgast í kringum mig, já já meðgöngu líkur víst með fæðingu og nú eru ansi margar vinkonur orðnar mömmur. Mín meðganga gengur vel nema ég þarf að vera róleg og vinn því ekkert svo mikið.
Það er hálfgerð gúrkutíð eins og stendur hjá mér en ekki hægt að segja það sama um íslenska fjölmiðla sem hljóta að detta í það daglega til að fagna viðburðarríkum degi. Þvílíkt og annað eins drama sem hefur verið í gangi, gjörsamlega búið að grilla Villa (hann sá reyndar um það sjálfur að hluta til) og fólk nær ekki andanum af æsingi. Held reyndar að innan við 10% borgarbúa skilji þetta REI mál. Ég á í basli með það og svo finnst mér þegar talað er við "fólkið af götunni" í fjölmiðlum eins og það viti bara sjaldnast nokkuð í sinn haus. Það styður sitt lið (sama hvaða lið það er) og er skúffað og foj og ég veit ekki hvað og hvað en veit samt varla af hverju. Ég held ég sé sátt í Kópavoginum nú þegar þessir prakkarar í Rvk taka sig saman og skíta allir saman upp á hnakka. merde!
miðvikudagur, október 17, 2007
laugardagur, október 06, 2007
Húsmóðirin og börnin í Afríku.
Í dag straujaði húsmóðirin á meðan hún horfði á "How to steal a million" með Audrey Hepburn og Peter O'Toole. Setti líka í nokkrar vélar, hamaðist á ryksugunni og þannig mætti lengi telja. Aðeins um 7 vikur í að ég stækki fjölskylduna og meira en nóg eftir að gera í kotinu. Ótrúlegt hvað það safnast saman " í lokin". Mér finnst ég vera stanslaust að og samt gerist þetta hægt. Ég hreyfi mig svo sem ekkert hratt þessa dagana.
Að öðru, sem er mun mikilvægara en húsmóðurstörfin: Arndís Ósk vinkona mín (linkur hérna niðurfrá) er stödd í Namibíu þar sem hún vinnur núna í nokkra mánuði. Hún fékk þá snilldarhugmynd að fá okkur vinkonurnar í lið með sér til styrkja einhver verkefni þarna þar sem hún er stödd. Sem dæmi má nefna að á leikskólunum þarna eru ekki til nein leikföng. Nú ætlum við að leggja á reikninginn hennar smá upphæð svo hún geti sjálf farið og keypt dót handa börnunum. Hún er reyndar með ótal hugmyndir að svona verkefnum enda á nógu að taka, en mér finnst svo sniðugt að hún geri þetta þá sér maður líka í hvað peningarnir manns (sem annars hefðu jafnvel farið í bíóferð, tímarit eða bara nammi...) fara. Því miður eru flestir hættir að lesa tótlutjattið eftir að ég kom heim frá Sydney en ég vildi samt benda á þetta og vona að einhverjir sem lesa síðuna vilji líka taka þátt í þessu og geti jafnvel sagt sínum vinum frá þessu. Þið komist í samband við Arndísi í gegnum síðuna hennar og getið líka sent mér línu:) Koma svo fólk!!!! Jæja, ætla að fá mér nammi, hvort eð er búin að kaupa það:)
Að öðru, sem er mun mikilvægara en húsmóðurstörfin: Arndís Ósk vinkona mín (linkur hérna niðurfrá) er stödd í Namibíu þar sem hún vinnur núna í nokkra mánuði. Hún fékk þá snilldarhugmynd að fá okkur vinkonurnar í lið með sér til styrkja einhver verkefni þarna þar sem hún er stödd. Sem dæmi má nefna að á leikskólunum þarna eru ekki til nein leikföng. Nú ætlum við að leggja á reikninginn hennar smá upphæð svo hún geti sjálf farið og keypt dót handa börnunum. Hún er reyndar með ótal hugmyndir að svona verkefnum enda á nógu að taka, en mér finnst svo sniðugt að hún geri þetta þá sér maður líka í hvað peningarnir manns (sem annars hefðu jafnvel farið í bíóferð, tímarit eða bara nammi...) fara. Því miður eru flestir hættir að lesa tótlutjattið eftir að ég kom heim frá Sydney en ég vildi samt benda á þetta og vona að einhverjir sem lesa síðuna vilji líka taka þátt í þessu og geti jafnvel sagt sínum vinum frá þessu. Þið komist í samband við Arndísi í gegnum síðuna hennar og getið líka sent mér línu:) Koma svo fólk!!!! Jæja, ætla að fá mér nammi, hvort eð er búin að kaupa það:)