laugardagur, nóvember 06, 2004
Hello...
Það er Þórhildur Birgisdóttir sem skrifar frá Macheimum. Kom í gærkvöldi frá Lundúnum þar sem ég rústaði ekki Toefl prófinu. Tók það alla vega og fannst þetta bara vera leiðinlegt próf og ganga illa og var svo fúl í því að ég fór næstum því að grenja (eftir að hafa klúðrað spurningu). Ég er kannski enginn enskusnillingur en ég er ekki svona léleg. Fyrir utan prófið voru dagar mínir í London yndislegir og er það aðallega gestrisni Aldísar og Védísar að þakka. Systurnar hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér í mörg ár og var löngukominn tími á okkur Aldísi að kjafta, slúðra og fara á trúnó. Takk fyrir mig! Mér fannst frekar margt gerast á þessum þremur dögum sem ég var í burtu, eldgos í Vatnajökli, Arafat eitthvað sloj, kosningar í USA, og borgarstjórinn að prakkarast. Skil ekki þennan heim stundum, þess vegna ætla ég bara að fara að horfa á sjónvarpið og reyna að ignora þetta skilningsleysi mitt örlítið lengur.
1 ummæli:
ha, víst ertu enskusnillingur :-D
María-
Skrifa ummæli