mánudagur, nóvember 22, 2004

Ég er ósátt...

...við að flestar íslenskar auglýsingar innihalda erlend lög. Hvað er málið? Þetta hefur farið fyrir brjóstið á mér lengi (ekki svo að skilja að brjóstið á mér sé svona stórt) og nú bara verð ég að fá skoðun ykkar á þessu. Því í ósköpunum að nota erlenda listamenn þegar landið er sneisafullt af hæfileikaríku tónlistarfólk?

6 ummæli:

Hildur sagði...

Ég hef aldrei pælt í þessu en þetta er hverju orði sannara. Hvar er þjóðræknin í dag?
Það sem hefur mest farið fyrir brjóstið á mér er full mikil notkun enskusletta... en ég er auðvitað bara afturhaldsseggur og hreintungufasisti. :-o

Nafnlaus sagði...

ætli geti verið að þetta hafi e-ð með stefgjöld að gera...
PV

tótla sagði...

Það eru stefgjöld bæði á íslenskri og erlendri tónlist þannig að það á ekki að skipta máli. Kannski það sé auðveldara að stelast til að nota erlend lög án þess að borga en það er fylgst með því þannig að þá er auglýsandinn í vondum málum svo það hlýtur að borga sig að borga fyrir afnot af laginu, og bara hafa það íslenskt!

Herdis sagði...

hmmmm....get ekki sagt að þetta fari mikið fyrir mín litlu brjóst;) held að sletturnar fari meira í taugarnar á mér....eða útlenskar auglýsingar sem er búið að tala inn á (þið vitið...eins og þvottaefnaauglýsingarnar)...en hvað veit ég...hef ekki horft á íslenskt sjónvarp langalengi.

Brynd� sagði...

já ég skil þig. finnst líka fáranlegt hvernig einum tón er breytt í laginu til að komast framhjá stefgjöldum.. ég er afar ánægð með nýju 66 gráður N auglýsinguna. þar fá trabant menn að njóta sín...
luv u

Nafnlaus sagði...

Æ mér er svosem alveg sama. En ef það skiptir þig máli þá ætti að breyta þessu!

Annars sagði mér lítill fugl að þú sért jafn sæt og ætíð. Er eitthvað til í því? :-)

María-