mánudagur, nóvember 22, 2004
Cinema
Mjá, skellti mér á Bridget Jones með Söndru beyglu í gær. Það vill svo til að tveir aðrir fyrrverandi kærastar fara þar með lykilhlutverk, þeir Hugh og Colin og stóðu sig að vanda mjög vel. Um myndina hef ég fátt að segja, hún er ekki jafngóð og hin en svoleiðis er það nú bara alltaf. Mér fannst hún samt mjög fyndin, skemmtileg myndataka og svona... skemmtileg fyrir augað. London er svo sæt:) Missti af Gísla Marteini, frétti að þátturinn hefði verið áhugaverður, missti líka af NBA slagsmálum, getur maður ekki nálgast það á netinu? hehehe, mjá...hmmm, æji, ég hef ekkert merkilegt að segja...
1 ummæli:
Ég er búin að fara að sjá Bridget líka, mjög fyndin samt þó svo hún sé ekki alveg jafngóð og hin. En varð samt fyrir vonbrigðum með Koh Samui ferðina hennar, nákvæmlega ekkert líkt með þessum upptökustað og Koh Samui sem við þekkjum nú ansi vel... ;) Ólöf Kr.
Skrifa ummæli