þriðjudagur, desember 30, 2003

fimmtudagur, desember 18, 2003

úbbosí
Eitthvað er Úlf að verða kú kú af lestrinum. Kíkið á þetta, geðveikt fyndið:) Ég held ég tali alveg stundum við sjálfa mig en váááá.... hvað með ykkur?
Súkkulaði 3.hluti
Hef enn ekki fengið dagatal, og hef eiginlega gefið upp alla von. Gúffaði í mig súkkulaðirúsínum hjá mömmu áðan í staðinn.

miðvikudagur, desember 17, 2003

Jólakort
Takið eftir, þið sem hafið sent mér jólakort í gegnum árin og ekki fengið neitt frá mér nema kannski í mesta lagi eitt svona samviskubits sms á aðfangadag, þið eigið sjéns! Já, svei mér þá, ég er búin að skrifa nokkur jólakort, man alveg örugglega ekki eftir öllum sem mig langar að senda jólakort en mér finnst ég eiga smá hrós skilið fyrir viðleitnina:) Svo á ég eftir að fara með þetta í póst, sem er önnur saga...hömm hömm.

Hvað er málið með klink familíunna núna, shout outið er enn einu sinni að klikka? Mér finnst þetta ekki sniðugt.

Svo styttist í Idolið:) Er sammála Þóreyju um hennar idolpælingar. Ég bara skil ekki alltaf úrslitin þó þau hafi flest verið bara fín síðast. x-Anna Katrín! Annars er bara það að frétta að Sandran mín er komin til landsins og ég er að fara að hitta hana í dag. Síðast þegar við hittumst (um miðjan nóvember) fórum við á marakóskan (er það rétt?) veitingastað í London og þeir áttu ekki hummus. Sandra sagði tjenestepíunni að hún hefði aldrei áður farið á hummuslausan arabískan veitingastað. "How can you be out of hummus???" sagði Sandra orðrétt. Pían varð vandræðaleg og svaraði "sorry but I don´t speak very much english". Hún var sennilega rússnesk. Maturinn var samt mjög góður þó enginn væri hummusinn. hmmmm....

fimmtudagur, desember 11, 2003

Matur
Ég er búin í prófum! Kláraði í gær og hélt upp á það með því að fara í kokteilboð og tvö matarboð. Mmmm hvað það er gott að borða... Ég sé ekki ástæðu til að hætta að fagna þessum próflokum sem komu svo snemma í ár (tók nú bara 8 einingar) og fer því í jólahlaðborð í kvöld með Rammagerðinni en það er einmitt vinnustaðurinn minn og örugglega besti vinnustaður sem hægt er að hugsa sér. Á morgun fer ég ekki í matarboð (er reyndar að reyna að lokka "klessurnar" á kaffihús, hvað segiði stelpur?) en á laugardag mun ég halda áfram og fara í matarboð til Svönu mágkonu og Steina stórabróður sem á einmitt afmæli þá. Það er gaman að þessu.

laugardagur, desember 06, 2003

leti
Tótlutjattið er alveg að massa lesturinn núna!...eða þannig sko. Í gærmorgun vaknaði ég alltof snemma. Mér fannst ennþá vera nótt. Var reyndar lengi að pæla í því hvort ég hefði eitthvað farið að sofa. Ég sem sagt vaknaði klukkan hálfsjö til að fara í jólamorgunkaffi (og Gummi líka) hjá Svönu mágkonu en það var sko þess virði að vakna svona snemma. nammi namm (segi bara eins og Bubbi). Ég át svo mikið að ég ætti að vera enn södd. Reyndar er það ekki þannig og því fékk ég mér miðmorgunmat um hálfellefu. Svo fór ég bara í próf. Í morgun vaknaði ég svop aftur svona snemma (og það á laugardegi!) en til að fara á safnið að lesa. Ég hins vegar hélt bara áfram að sofa... á safninu. Í dag hef ég svo skoðað mbl.is 16 sinnum, skoðað allar konurnar sem kepptu í Miss Mundo (Miss World) 2 sinnum...fyrir utan allt annað sem ég hef skoðað á netinu, farið á Stælinn, pissað sirka 20 sinnum á klst, borðað nammi, og drukkið vatn (pissað aftur). Þess á milli er ég dugleg á safninu! Best að halda áfram:)

föstudagur, desember 05, 2003

Súkkulaði, framhald
Ég hef ekki eignast súkkulaðidagatal enn, en ég borða hins vegar oft súkkulaði. Var í prófi, gaman. Hef ekkert að segja nema kannski það að ég og Gummi ættum að fá koju hérna í VR2!

þriðjudagur, desember 02, 2003

Súkkulaði
Mig langar í súkkulaðidagatal! Fylgir ennþá lítil túpa af tannkremi með?

mánudagur, desember 01, 2003