laugardagur, júlí 20, 2002
hola! úbbs maður fer aldrei nú orðið í tölvurnar... ekki svona á sumrin. Talandi um sumarið, ég held að það sé bara búið að vera fínt, samt fúlt að það sé rúmlega hálfnað. Fór einmitt í matarboð í gær til hans Palla með hinum krökkunum úr Rammó. Palli er snilldarkokkur og lætur sig ekki muna um það að bjóða 10 vinum sínum í þriggja rétta matarboð. Ég sem svitna yfir því að sjóða hafragraut! Mér tókst þó um daginn að gera sushi, sem er gott mál, því það er dýrt fyrir sushiaðdáendur að þurfa alltaf að fara á veitingastað til að svala sushiþörfinni. Gamla settið er á ferðalagi um landið svo tilraunir í eldhúsinu á Háaleitisbraut halda áfram... þetta endar með ósköpum...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli