"Hæ, Ásgeir í tölvulistanum hér". Hmmm... hvaða útvarpshlustandi er ekki orðinn þreyttur á Ásgeiri í tölvulistanum? Ég hef lengi haft gaman af auglýsingum og pæli nokkuð mikið í þeim sem er kannski spes, eða kannski ekki svo spes. Annað dæmi um lélegar auglýsingar eru Dominos auglýsingarnar. Hræðilega illa heppnaðar allar saman! En dæmi um góðar auglýsingar sem mér finnst alltaf jafnfyndnar eru Lottóauglýsingarnar með Lýð og Glitnis maraþonauglýsingarnar. ódýrar en alltaf jafnsniðugar.
Menning
Menningartótla spókaði sig í menningarmiðborginni í dag. Veit reyndar ekki hversu menningarleg ég var í raun og veru, hitti fjölskylduna, fylgdist með hlaupinu (er það menning?), snæddi smörrebröd á Jómfrúnni með gömlu (dönsk matarmenning!), keypti tískublað í Iðu (hönnun er menning) og rölti svo upp Skólavörðustíginn. Bærinn iðaði af lífi og mér fannst þetta svo skemmtilegt að ég ætla að kíkja aftur í bæinn í kvöld. Áfram menning!