föstudagur, apríl 27, 2007
Það er komið sumar....
Þá hefur sumarið ruðst inn á landsmenn með tilheyrandi roki og rigningu og því ekki seinna vænna en að koma sér í sumargírinn; finna til sandala, sumarkóla, bermúdabuxur og brennibolta. Svo hættum við snemma að vinna á föstudögum ef við mætum á annað borð, grillum í mildri kvöldsólinni og skemmtum okkur svo úti í leikjum. Það er um margt að velja; teygjó, snú-snú, "yfir", brennó, og ein króna. Sumir vilja meira fútt annað slagið og hef ég því ákveðið að halda blautbolakeppni og leðjuslag fyrstu helgina í júní. Einungis stelpum er boðið. Það eru fjórir riðlar, A, B, C og D og geta keppendur svalað þorstanum með suðrænum kokteilum á milli atriða. Það verður útiklefi í garðinum til að skola af sér mestu leðjuna og vinda bolina. Ég lofa að aðstaða verður til fyrirmyndar; Exton sér um tækjabúnað (Gloria Estefan og Cyndi Lauper músík mun virkilega fá að njóta sín), stóra Kringlusjónvarpið mun tryggja að allir gestirnir geta fylgst með hinum keppendum og keppendur úr Herra Ísland munu hrista kokteila ofan í dömurnar. Skráning í keppnina fer fram hér á tótlutjattinu og þið hafið allan maímánuð til þess að tryggja ykkur þátttökurétt. Voilá!