miðvikudagur, nóvember 08, 2006
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Þuríður Arna
Lesið eftirfarandi, en Þuríður Arna er dóttir Áslaugar vinkonu. Ég kemst því miður ekki sjálf á þessa tónleika þar sem ég verð ekki í bænum en ætla að leggja inn á reikninginn og minni á hann! Hann er: 1151-15-200200 kt, 200502-2130.
Þuríður Arna greindist með illvíga flogaveiki í október 2004 og í kjölfarið fundust æxli í höfði hennar sem á þeim tíma voru greind góðkynja.Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að vinna bug á meini hennar og nú er svo komið að æxlið er skilgreint sem illkynja og útlit fyrir að frekari meðferðarúræði séu ekki fyrir hendi. Nú ætlum við að leggjast á eitt og sagna fjármunum til að hún og foreldrar hennar geti átt góðar stundir saman.
Tónleikar Til styrktar og heiðurs Þuríði Örnu Óskarsdóttur í Bústaðarkirkju Miðvikudaginn 8. nóvember kl 20.
Fram koma Stebbi og Eyfi, Regína Ósk, Garðar Örn Hinriksson, Signý Sæmundsdóttir, Jóhann Friðgeir, Hanna Þóra og Ólöf Inga Guðbrandsdætur.
Ásamt Guðmundi Sigurðssyni, Vilhelmínu Ólafsdóttur, Matthíasi Baldurssyni og Guðmundi S Sveinssyni
Kynnir verður Anna Björk Birgisdóttir
Aðgangseyrir 2000 kr Allt fé sem safnast á tónleikunum rennur óskert til Þuríðar Örnu og fjölskyldu hennar.
Þuríður Arna greindist með illvíga flogaveiki í október 2004 og í kjölfarið fundust æxli í höfði hennar sem á þeim tíma voru greind góðkynja.Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að vinna bug á meini hennar og nú er svo komið að æxlið er skilgreint sem illkynja og útlit fyrir að frekari meðferðarúræði séu ekki fyrir hendi. Nú ætlum við að leggjast á eitt og sagna fjármunum til að hún og foreldrar hennar geti átt góðar stundir saman.
Tónleikar Til styrktar og heiðurs Þuríði Örnu Óskarsdóttur í Bústaðarkirkju Miðvikudaginn 8. nóvember kl 20.
Fram koma Stebbi og Eyfi, Regína Ósk, Garðar Örn Hinriksson, Signý Sæmundsdóttir, Jóhann Friðgeir, Hanna Þóra og Ólöf Inga Guðbrandsdætur.
Ásamt Guðmundi Sigurðssyni, Vilhelmínu Ólafsdóttur, Matthíasi Baldurssyni og Guðmundi S Sveinssyni
Kynnir verður Anna Björk Birgisdóttir
Aðgangseyrir 2000 kr Allt fé sem safnast á tónleikunum rennur óskert til Þuríðar Örnu og fjölskyldu hennar.
laugardagur, nóvember 04, 2006
Mikið að gera...
fjúff... hér er ég! Ég hef verið´frekar upptekin við leik og störf undanfarið. Þó aðallega við störf:) Er á kafi í skít þar sem við keyptum okkur íbúð í lok sumars og erum að rústa henni. Það var kominn tími til að endurnýja lagnir og ýmislegt svona þannig að við ákváðum að leggja tíma og peninga í það núna og taka hana vel í geng fyrst við erum að stússa þetta á annað borð. Ég er þó ekki jafndugleg (gagnleg) í þessu og Gummi, svo ég skrapp í viku til Spánar með systu og co:) Í gær gerðumst við svo menningarleg og fórum í leikhús með Söndru og Magga að sjá viltu finna milljón? Eftir leikhús fórum við svo á tapasbarinn og átum á okkur gat. Hey ok, þetta er að verða svona "ég vaknaði og burstaði tennurnar" færsla svo ég ætla að hætta þessu. Agalega tóm í hausnum.