þriðjudagur, september 28, 2004
Heim aftur
Dvölin í Lissabon var eins og best verður á kosið. Ég var reyndar rétt fyrir utan borgina hjá áðurnefndri portúgalskri vinkonu, Marilúciu. Hana hafði ég ekki séð í fjögur ár og hún notar ekki tölvupóst þannig að samskiptin hafa ekki verið mikil. Við unnum saman á Caves do Vinho do Porto í einungis einn mánuð haustið 2000 og sendum hvor annarri nokkur handskrifuð bréf eftir það. Þegar við hittumst svo á lestarstöðinni fyrir viku síðan var eins og við hefðum hist í gær (passar ekki alveg...). Hún býr með systur sinni og systkinabörnum og er mest með systrum sínum og litlu krökkunum og eiginlega allir í fjölskyldunni heita Marilúcía eða Marisol, eða eitthvað annað sem byrjar á Mar og fjölskyldan er stór. Ég heimsótti til dæmis "aldingarð Evrópu", Sintra með Marilúcíu, Fernandinho (kærasta hennar) og Marisol (systurdóttur) en Marisol (systir Marilúcíu) og Marilúcia yngri (dóttir Marisol systur Marilúciu) ákváðu að vera eftir hjá Marieitthvað sem ég man ekki (eldri systur Marilúcíu og Marisol). Mikið stuð, mikið gaman. Síðastliðinn föstudag átti ég svo flug tilbaka til Köben sem ég missti næstum því af því Marilúcía og Fernandinho (sem skutluðu mér á völlinn) voru svo utan við sig og með músíkina í botni og þar fram eftir götunum að þau gleymdu að beygja út af hraðbrautinni á flugvöllinn. Ég hef aldrei áður tjekkað mig inn mínútu áður en það er lokað fyrir tjekk inn og ætla helst ekki að gera það aftur! Að öðru leiti var flugið ánægjulegt og náttúrulega fínt að hitta lilla litla í Kaupmannahöfn. Við Gummi Hlír fórum meira að segja með Björk og Ingimundi til Svíþjóðar á laugardaginn (sorry Elsa og Sigga) að heimsækja Ingu Rut og Einar í Lundi. Þau hafa komið sér vel fyrir þar og það var voða kósí að hittast öll svona þarna. Og (þó það megi aldrei byrja setningar á "og") á sunnudaginn varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að hafa Bryndísi mína sem flugfreyju og þjónaði hún mér ákaflega vel:) og ekki nóg með það heldur hafði ég einnig góðan félagsskap því Sæunn vinkona Bjarkar var í sama flugi og við gátum kjaftað ótrúlega mikið. Steingrímur Dagur hafði breyst ótrúlega á þessum tveimur vikum enda orðinn sköllóttur af því að bíða eftir uppáhaldsfrænskunni. Soss soss soss. Eitthvað slúður annars?
mánudagur, september 20, 2004
Lisboa, here I come
Aetli stelpan se ekki ad verda buin ad fa nóg af Albufeira i bili. Her hafa snillar eins og Riikka og Pedro (her portuguese hubby) og Lara og Tórdís verid yndislegur félagsskapur sídan á fimmtudag og e´g hef haft tad svooo gott, en á morgun verdur stefnan tekin á Lissabon en ég hef ekki enn nád í Marilúciu sem býr tar, vona ád tad takist i kvold. Stelpan er ordin smá útitekin, vard eldraud á nebbanum sem er farinn ad flagna! Í gaer aetludum vid Riikka og Pedro á eina strond hérna adeins frá. Tókum taxa tangad klukkan eitt um nóttina og hofdum nesti (ólífur, osta og frutas) en planid var ad fara á lítinn bar tar og sofa svo i svefnpoka á strondinni, tannig ad vid klaeddum okkur bara svaka vel. Tegar tangad var komid var barinn lokadur og gedveikt dimmt alls stadar. Vid vofrudum tarna um i sma tima i leit ad aevintyrum en Riikka meiddi sig i tanum tegar vid turftum ad príla í hálfbyggdum húsagrunnum (eda eitthvad svoleidis) og eg var hraedd um ad varúlfar myndu éta okkur tarna in middle of nowhere. Svo vid játudum okkur sigrud um klukkan 2 og tókum taxa heim, hehehe. Tetta vard bara pínu fyndid. ok, skrifa kannski frá Lisboa, xau!
laugardagur, september 18, 2004
Olà
Já var ég ekki eitthvad ad tala um ferdalog? stutt rapport hérna; vann flugmida í hálfgerdu happdraetti, flaug til Kaupmannahafnar i heimsókn til loverboysins míns, svo fór ég áfram til Sevilla (ºi gegnum Faro reyndar) ºi stutt stopp til Elínar og Ángels og er nú í helgarstoppi í Albufeira ad rannsaka bjór og strandmenningu hér og aetla svo til Lisboa i svona 3 daga til Marilúciu sem er portúgolsk pía. Veit samt ekki hvort eg verdi tar á hosteli. Tadan fer eg svo til Koben og nae ad hitta hitta Gumma Hlíinn minn aftur og svo til Islandia. Muito bem! Nenni ekki ad eyda timanum a netkaffi....xau!
föstudagur, september 03, 2004
Vagabunda
Hversu lengi tollir maður á landinu í einu? Ef maður SÉ svo heppin að hafa unnið flugmiða til Evrópu í gegnum Kaupmannahöfn þá náttúrulega drífur maður sig í smá ferðalag um leið og kennsla hefst. Eða þannig sko. Sum sé, ég er full tilhlökkunar að byrja í skólanum en verð víst að nota þennan frímiða minn nú í haust og ætla að skella mér næstu helgi til Kaupmannahafnar. Þar verður stefnan tekin á tívolí (víííí) með Gumma Hlí en svo ætla ég að fara eitthvað lengra í smá ferðalag, hef ekki alveg ákveðið hvert enn, er að athuga með flug og slíkt. Suður Spánn og Portúgal freista þó alltaf enda er stelpan með fría gistingu á nokkrum sófum á þeim slóðum. Nú ehhh, þetta verður áreiðanlega hin huggulegasta ferð enda ætla ég að stoppa yfir helgi í Kaupmannahöfn á bakaleiðinni og knúsa kærastann enda verður tívolíið komið í haustfrí (frá og með 19.sept). Tívolípílagríminn hún systir mín verður að bíta í það súra epli að komast ekki oftar í rússíbanann þetta árið, sorry Anna Björk mín, ég skal taka nokkrar bunur fyrir þig, hehehe:) Hvað er annars að frétta? Allir búnir að fá sér lán (svona eins og að fá sér pylsu nú á dögum) og kaupa íbúð...bíl...hest...?