föstudagur, ágúst 09, 2002

TILKYNNING
Lundabréfsefni, lundabréfsefni, hin sívinsælu lundabréfsefni eru loksins komin, aðeins 495 krónur! Vorum einnig að taka upp nýja sendingu af mokkaskóm og lopapeysum.
Rammagerðin

fimmtudagur, ágúst 08, 2002

Agalega leiðinlegar tölvur sem ég hef komist í undanfarið... tæknin er að dissa mig. OK, en ég var ekki ein af hinum seinheppnu þjóðhátíðargestum sl. helgi! stefnan var að fara þangað en sem betur fer breyttust plönin og ég fór til Akureyrar með Gumma og þar voru líka mamma og pabbi, og Óli og Aníta og Assa og Diljá og Anna Björk og Stebbi og Birgir Steinn og gestgjafarnir Steini og Svana og Edda og Þórhildur! að ógleymdum Söndru og Magga. Við gerðum ýmislegt okkur til dundurs, borðuðum Brynjuís (bara ég reyndar, ég held að Gumma finnst hann ekkert spes enda er hann sveitamaður) gengum um Vaglaskóg, og kíktum í sund með Bibba litla og "afa"... og hvað fleira, jú Gummi fann 29 golfkúlur í kringum golfvöllinn á meðan pabbi, Anna Björk og Stebbi spiluðu golf og ég trillaði með vagninn hans pabba. Gvendur litli varð blautur í tærnar og stunginn af flugu en brosið hélst fram á mánudag eftir að hann fann 16 kúlur því sem næst á sömu þúfunni. Það sparaði honum hlaupin. "Lítið er ungs manns..." Einnig var tjúttað á Sjallanum en hápunktur ferðarinnar var tvímælalaust fertugsafmæli Svönu í sumarbústað rétt fyrir utan Akureyri! Þar var rosaleg veisla þar sem ég át yfir mig. Ég er rétt að fá matarlystina aftur núna... familían keppti í golfi þar sem Golfkúlubaninn, eða ætti ég að segja "Gummi Geit" eins og Anna Björk kallaði hann eftir golfkúluleitina miklu, vann með holu í höggi. Byrjendaheppni! jæja og hvað er fleira að frétta... jú Heiður Vigfúsdóttir Spánarfari með meiru er komin til landsins, þeir sem vilja bjóða hana velkomna geta bara hringt beint í hana í síma 8673469.... ókei, svo bara allir að kjósa Þórlind á föstudaginn frá 18:00 í Heimdallskosningum í Valhöll !!!
CIAO